Ég ætla að segja frá fjölskyldu sem heitir, eins og nafnið bendir til, Scihavio-family. Allir í fjölskyldunni eru krabbar; með allt fullt í personality og með allt fullt í skillpoints.

Og ég er alltaf með kynningu, þannig er ég bara.

Kynningin:

Leonora:
Hún er með ljóst hár, ljósblá augu og ljósasta skintone. Hún er með bleikan varalit (sem fylgir með Sims 2 venjulega), bláan augnskugga (sem fylgir með Open For Bussness), ljósan eyeliner, dökkrauðan kinnalit og stór augu. Hún er family aspiration og turns on eru skegg og ljóst hár. Turns off eru vampýrur.

Inngiftir í fjölskylduna:

Paul:
Hann er með ljóst hár, ljósblá augu og ljósasta skintone. Hann er með létt skegg og breitt nef. Hann er family aspiration og turns og eru farði og ljóst hár. Turns off eru vampýrur.


Börn Pauls og Leonoru:

Stacy:
Hún er elst. Hún er nákvæmlega eins og mamma hennar. Þegar hún verður childreen, fær hún sama farða og mamma hennar og einnig síða, liðaða hárið. Hún fær líka sömu turns on og off. Hún fær family aspiration. Hún er eina af systkinunum sem fer í háskóla.

Kevin:
Hann er miðju barnið. Hann er nákvæmlega eins og pabbi hans. Þegar hann verður teenanger fær hann sama skeggið og pabbi hans, þegar hann verður childreen fær hann stutta og óstýriláta hárið sem pabbi hans er með. Hann fær líka sömu turns on og off. Hann fær family aspiration.

Cecilia:
Hún er yngst. Hún er blanda af báðum foreldrum, með breiða nefið hans pabba síns en stóru augu mömmu sinnar. Þegar hún verður childreen, fær hún sama farða og mamma hennar en stutta hárið hans pabba síns. Hún fær líka sömu turns on og off. Hún fær family aspiration.

Giftir Scihavio barnanna:

Miranda Latinovic:
Hún er kærastan hans Kevins, giftist honum. Ljóshærð og förðuð, með grá augu. Næstljósasti skintone. Hún er family aspiration, með sömu turns on og off og Leonora (kemur á óvart).

Börn Scihavio barnanna (ættleidd, fædd):

Marie:
Hún er ættleidd dóttir Stacy-ar. Hún er með dekksta skintone, græn augu og svart hár. Ættleidd sem toddler.

Violet:
Hún er fædd dóttir Miröndu og Kevins. Á tvíburasystur, Christine. Er ljóshærð og með grá augu.

Christine:
Hún er fædd dóttir Miröndu og Kevins. Á tvíburasystur, Violet. Er ljóshærð og með ljósblá augu.



Sagan:

Ung kona að nafni Leonora flutti inn í lítið hús í Pleasantview. Hún var fátæk, var í slackercarieer og hafði ekki há laun.

Hún fór á bar í Downtown eitt kvöldið. Þar hitti hún ljómandi sætan mann að nafni Paul. Hann var reyndar nokkuð ríkur, en svo sætur að Leonora sá ekki sólina fyrir honum. Hann bauð henni drykk, enda sannur herramaður. Hún komst að því, að hann var í pólitík, og á uppleið. Þau urðu ástfangin þetta kvöld, og trúlofuðust. Síðan fór hún bara heim að sofa.

Næsta dag hringdi hann til hennar og bað hana um að koma á stefnumót. Hún samþykkti það, og þau hittust á flottum veitingastað. Þar bauð hann henni upp á góða, þríréttaða máltíð, lobster thermidor í forrétt, salmon í aðalrétt og baked alaska í eftirrétt. Síðan fóru þau heim til hans og upp í rúm. Þá um kvöldið heyrðist barnalag. Hann bað hana um morguninn að giftast sér, og samþykkti hún það með ánægju:o)

Speed up-i seinna fæddist yndislegt barn, stelpa sem fékk nafnið Stacy.

Kvöldið sem Stacy varð toddler, fóru foreldrar hennar aftur upp í rúm og aftur heyrðist barnalag.

Leonora kenndi Stacy á koppinn, að tala og ganga. Þær mæðgur urðu best friends, og speed up-i seinna fæddist barn með breitt nef, strákur sem fékk nafnið Kevin.

Síðan varð Stacy chilreen, og Kevin toddler. Paul fékk að kenna Kevin á koppinn, að tala og ganga.

Með hjálp Set to birthday (boolprop) varð Kevin child tveimur dögum fyrir tímann.

Stacy fékk bráðlega A+ í skólanum, og inngöngu í skólahljómsveitina.

Síðan fékk Kevin A+ í skólanum, og inngöngu í fótboltalið skólans.

Leonora og Paul fóru upp í rúm, og svo heyrðist barnalag.

Speed up-i seinna fæddist barn með stór augu, stelpa sem fékk nafnið Cecilia.

Svo varð Cecilia toddler, og Stacy teenanger. Stacy fór bráðlega í háskóla og byrjaði nám við æðstu gráðu.

Áður en Stacy fór, hafði hún mikla ánægju af því að kenna litlu systur sinni á koppinn, að tala og ganga.

Síðan varð Cecilia childreen, og Kevin teenanger.

Cecilia fékk A+ í skólanum von bráðar, og varð aðalpersóna í söngleik í skólanum.

Kevin hafði enga löngun til að fara í háskóla. Hann kynntist unglingsstelpu sem hann varð brátt ástfangin upp fyrir haus af. Sú stelpa hét Miranda, og var Latinovic að eftirnafni.

Svo kláraði Stacy háskólann, varð adult og stofnaði heimili ásamt Marie, ættleiddri dóttur.

Kevin varð fullorðin, og eins var um Miröndu. Þau giftust og trúlofuðust, og eiga tvíburasystur saman, Violet og Christine.

Cecilia varð svo unglingur.

Er ekki komin lengra. Viljiði framhald?
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.