Jamm ég er búin að senda inn myndir af þeim sem verða örugglega fleiri og hér kemur svo sagan um þau.
Það verða samt örugglega tvö framhöld um bæði börnin ;D
En jamm ég ætla að prófa að hafa ekki að hafa lýsingu á þessari sögu og gá hvernig það virkar ;o)
Hér kemur sagan:
Paris Contro flutti í stórt og flott hús í Big-City. Það var meðalstórt með öllu því flottasta sem hægt var að fá.
Hún átti eins mikinn pening og hún mögulega gat því hún hafði erft allar peninga ríkra foreldra sinna eftir að þau dóu.
Þegar dekurrófan var flutt inn þurfti hún að fara í búðir til að kaupa föt og auka dót sem nágrannarnir bjuggu til, til að get gert húsið sitt sem flottast.
Paris var mikil djamm drottning og fór út annaðhvert kvöld og var heima að halda partý hin kvöldin.
Svo varð hún hrifin af manni sem hét Hiroki Diasy. Hún hringdi í hann og spurði hvort hann vildi koma til sín.
Hiroki var giftur Naomi svo að hann vissi allveg hvernig þetta myndi enda þannig hann spurði hvort hann mætti koma með vin sinn í heimsókn.
Það var auðvitað ekkert mál og þegar Hiroki kom kynnti Paris fyrir Chad Cooper.
Þau töluðu saman, borðuðu og horfðu á sjónvarpið en svo þurfti Hiroki að fara að koma sér heim svo að Paris og Chad voru ein eftir.
Klukkan hálf tólf þurfti Chad að fara og þegar þau voru að fara að kveðjast kyssti Chad Paris beint á munnunn (Við erum ekki að tala um neitt þurrt ;D)
Daginn eftir gat Paris ekki hætt að hugsa um Chad. Og svo gerðist það í hádeginu að Chad hringdi í hana til að spjalla og þau töluðu saman í þrjá og hálfann tíma ;D
Um kvöldið var Paris á leiðinnu út á skemmtistað og bauð Chad að koma með sér. Hann var til í það og þau djömmuðu allt kvöldið.
Svo varð Paris þreytt og settist við barinn meðan Chad tók það að sér að verða DJ.
Svo voru þau bæði orðin þreytt þannig þau fóru heim og Paris bað Chad að vera yfir nóttina og hann var mjög glaður með það ;D
Daginn eftir var furða að rúmið var ennþá heillt en það virstist í góðu lagi ;D
Paris stakk upp á því að hann myndi flytja inn og hann varð allveg til í það og bað hana að giftast sér.
Svo trúlofuðust þau og byrjuðu með business.
Þetta var samt engin búð heldur var þetta nokkurskonar bar.
Paris var við barinn og tók við pöntunum meðan Chad var DJ og allt fólkið í hverfinu kom einhvern tímann yfir þann tima sem þau ráku barinn.
Eitt kvöldið kom vampíra á staðinn og beit einn af uppáhald viðskiptavinum þeirra og þá varð Chad brjálaður, fór í slag við hann, vann og þau sáu vampíruna aldrei aftur.
Svo þurfti að loka barnum þeirra því Paris sagði Chad að hún væri ólétt.
Chad fannst það ekkert smá gaman og tók saman allt sem þau áttu
(ég s.s. seti öll húsgögnin í “bakpokann hans”)
og flutti yfir í annað stærra og glæsilegra hús.
Þar eignaðist Paris tvíbura (án svindls).
Þeir fengu nafnið Mike og Tyra.
Mike fékk græn augu eins og mamma sín en Tyra fékk bláu augu pabba sína.
Nú bjó ég til gamla konu sem hét Super Nany til að geta flutt inn og hugsað um krakkana fyrir Chad Cooper og Paris Contro.
Mike og Tyra urðu toodler og Super Nany kenndi þeim að labba, tala og að nota koppinn.
Chad og Paris voru náttúrulega of upptekin við að vera í tölvunni og að lesa bók til þess að vera eitthvað að kenna þessum smábörnum.
Þegar Super Nany var að gefa krökkunum að borða fyrir svefninn héldu Chad Cooper og Paris Contro RISA STÓRA brúðkaupsveislu og buðu öllum til að allir yrðu viðstaddir þegar Paris yrði ein af Cooper fólkinu.
Strax daginn eftir urðu Chad og Tyra child en það var engin veisla haldin og aðeins Super Nany var viðstödd (foreldrarnir ákváðu að sofa lengur).
En um fimm leytið fór Super Nany að horfa á skýin og gervihnöttur kom og lenti á henni.
Hún dó auðvitað samstundis og krakkarnir tóku dauða hennar mjög alvarlega og grétu allt kvöldið og fram að hádegi næsta dag.
Þá ákváðu Chad og Paris að fara að taka aðeins meiri þátt í uppeldinu, hættu í vinnunni og eyddu öllum sínum tíma í börnin sín.
Svo voru næstu daga mjög tilbreytingalausir hjá þeim.
Þau vöknuðu
Keyrðu krakkana í skólann
Fengu sér að borða
Fóru í Yoga
Tóku á móti krökkunum
Hrósuðu þeim fyrir að hafa fengið A+
Hjálpuðu þeim með heimanámið
Borðuðu
Gerðu eitthvað sem þau þurftu
Horfu á sjónvarpið og fengu sér kvöldmat
Fóru að sofa
Það var ekki fyrr en Tyra og Mike urðu unglingar að þau fóru aftur að fara á skemmtistaði og út að borða.
Tveim dögum eftir að tvíburarnir urðu unglingar kynntust þau bæði framtíðar fólki sínu.
Mike-Carla (sendi einu sinni mynd af Cindy og Cörlu Case)
Tyra-Mark (Foreldrar hans eru bæði dáin)
Svo vildi það til að allir krakkarnir vildu fara í háskóla. Þannig að þau fóru bara öll saman.
Chad og Paris fengu sér aftur vinnu en nú vann Chad sem þjófur og Paris sem lögga ;o)
Háskólinn:
Tyra, Mike, Mark og Carla fluttu öll í lítið tveggja svefnherbergja hús (Tyra&Mark og Mike&Carl voru saman í herbergi)
Það voru fjórar tölvur í því húsi svo að hver og einn gæti lært eins og hann vildi. Tyra var mesta gáfnaljósið af þeim öllum svo að þegar einhver skildi eftir “heimanámið” á borðinu vann hún það alltaf fyrir viðkomandi.
En svo gerðist það að Carla var eitthvað að fíflast og kyssti næsta mann við hliðina á sér sem hún hélt nattla að væri Mike en það var Mark.
Svo að það var heljarinnar vesen með þennan mikla misskilning sérstaklega því þau voru öll í sama herbergi. Svo sættust allir og fóru að spila póker.
Þegar þau áttu aðeins átta daga eftir af háskólanum trúlofuðu Mike&Carla sig en Tyra&Mark gerðu það ekki fyrr en það voru tveir dagar eftir af skólanum.
Ég er ekki komin lengra en þetta en ég geri örugglega framhald sem fjallar um líf Mikes&Cörlu og svo kannski líka um Tyru&Mark.
Endilega segið mér hvað ykkur fannst ;D;D