Ég byrjaði að spila þessa fjölskyldu fyrir nokkrum dögum og byrjaði á því að búa til hjónin, svo gerði ég smábarnið sem er dóttir þeirra, hún er nákvæm efirmynd móður sinnar fyrir utan augun.

Sidney:
Það er konan, hún er með dökkt sítt hár og silfurspennu í hárinu. Sidney elskar börnin sín og mann, hún er mjög mikil félagsvera og verður alltaf að vera í kringum fólk, henni líkar það illa að vera ein.

Dylan:
Dylan er hávaxinn og kraftalegur með svart hár, hann líkist helst Ken (Barbie og Ken).
Hann er mjög upptekinn í vinnunni sinni því að hún er mjög mikilvæg í hans augum, kannski einum of miklivæg.

Natalie:
Natalie er mjög falleg og lík foreldrum sínum, henni gengur mjög vel í skóla og er með A+ í einkunn. Hún á tvo bestu vini, Chloe og Orlando og er oft með þeim. Natalie finnst æðislegt að vera stóra systir.

Kayla:
Kayla er nýfædd dóttir Sidney og Dylan, hún er svo ung að persónuleikinn hennar á enn eftir að koma í ljós.

Sidney, Dylan og Natalie fluttu í rúmgott hús í Chinatown. Sidney fékk vinnu sem uppvaskari og Dylan komst inní heilsugeirann.
Þeim gekk báðum vel í vinnu og fengu margar stöðuhækkanir.
Natalie stækkaði ört og varð brátt krakki, Sidney og Dylan keyptu köku handa henni og þau héldu lítillega uppá afmælið.
Natalie kynntist þá Chloe og Orlando og urðu þau óaðskiljanleg.
Á meðan varð aldeilis heitt í kolunum hjá Sidney og Dylan, þau voru að slaka á uppí rúmi að lesa þegar Dylan kyssti Sidney óvænt…eitt leiddi af öðru og skyndilega var Sidney orðin ólétt. Fyrst voru þau í sjokki, Sidney leið illa og ældi oft, svo urðu þau himinlifandi þegar þau voru búin að jafna sig.
Sidney fór fljótlega að stækka um magann og þurfti að kaupa föt sem pössuðu.

Dylan og Sidney voru í fríi eina helgina og þá hittu þau Caroline Feller, Lolita Ventura og Amin Sims. Þau urðu öll góðir vinir.
Amin virtist vera hrifin af Sidney og Caroline lagði augun á Dylan. Sidney og Dylan gerðu ekkert meira úr þessu þar sem þau treystu hvort öðru fullkomlega og elskuðu af öllu hjarta.
Þarna sannaðist hvað samband þeirra var sterkt.

Dylan hringdi einn daginn í skólastjóra í einkaskóla sem var í nágrenninu til að bjóða honum í mat og sjá hvort að hann vildi ef til vill hleypa Natalie í skólann. Skólastjórinn samþykkti að koma um fimmleitið.
Sidney eldaði ljúffengan mat handa þeim á meðan Dylan sýndi honum húsið, skólastjóranum líkaði húsið og fannst stofan sérstaklega flott. Hann náði því miður ekki að klára kvöldmatinn á skikkanlegum tíma og var því ekki nógu ánægður með fjölskylduna. Hann ákvað þá að hleypa Natalie ekki inn í skólann.
Natalie varð miður sín en jafnaði sig þó fljótt.

Nokkrum dögum seinna fékk Sidney hríðir, Dylan var nýkominn heim úr vinnunni og þaut upp til að styðja hana.
Sidney fæddi litla gullfallega stúlku sem þau ákváðu að skíra Kaylu.
Kayla var lítil og frek, Natalie fannst erfitt að vera ekki lengur einkabarn en sá svo hvað það var gaman að hjálpa Dylan og Sidney að sjá um Kaylu og þá varð hún alveg sátt við hana.
Sidney var fegin að vera loksins búin að fæða og hún ákvað að taka sér frí úr vinnunni til að sjá um Kaylu. Dylan var sammála.
Hún og Dylan áttu sér glaða stund það kvöld í bólinu og Sidney varð ólétt aftur.
Dylan var framúrskarandi læknir og fékk hverja stöðuhækkunina á fætur annarri, Sidney þótti vinirnir skipta meiri máli en ferillinn og ákvað að hætta í vinnunni. Hún sagði barnfóstrunni og húshjálpinni upp og ákvað að gera þetta sjálf. Hún, Kayla og Natalie voru saman á daginn að gera hvað eina sem þær vildu, einn daginn tók Sidney þær með sér í Disco City og þar skemmtu þær sér vel.

Núna er Sidney ólétt, Dylan á fullu í vinnunni og Natalie vonar að eignast lítinn bróður.
Ég er ekki búin að spila fjölskylduna meira en ég ætla kannski að senda inn framhald þegar eitthvað meira hefur gerst, þegar Sidney búin að fæða barnið, Natalie orðin unglingur og Kayla orðinn smábarn =D

Kv, Dessy…