Jamm hér er sagan um Monzu Family-una mína ;o)
Ég geri lýsingu þó svo að sumum finnist það pirrandi því að öðrum finnst það betra ;o)
Þannig að ég byrja á stuttri lýsingu og svo sögunni og lýsi bara mömmunni og pabbanum ;D
Kasim: Það er heimilisfaðirinn.
Hann er brúnn, brúnhærður og með brún augu.
Hann er Family Aspiration.
Kana: Það er frúin á heimilinu.
Hún er allveg hvít, rauðhærð og með græn augu.
Hún er Family Aspiration.
Hér kemur svo sagan:
Hjónin Kasim og Kana fluttu í Big City og á stóra lóð.
Þeirra draumur var að eignast sex barnabörn þannig að þau ákváðu að eignast tvö börn ;D
Þau byggðu húsið og í því var:
Stofa, eldhús, tvö klósett, fostofa, gangur, hjónaheerbergi og svo tvö barnaherbergi.
Eftir að allar byggingaframkvæmdirnar voru búnar ákváðu þau að fara út að borða og vso að skemmta sér. Þau fóru á stað sem hét “Romance Place”, borðuðu þar og fóru svo á flottan skemmtistað og dönsuðu saman til fjögur.
Í bílnum á leiðinni heim var Kana ólétt.
(Ég notaði boolprop svindlið og gerði speed up my pregnancy)
Svo kom barnið eftir einn og hálfann tíma ;o)
Þetta var strákur og honum var gefið nafnið Bono. Bono var allveg eins og pabbi sinn (brúnn, brúnhærður með brún augu) en fékk andlitsfall mömmu sinnar.
Meðan Bono var “Baby” fékk Kasim sér vinnu. Fyrst voru svolítil vandræði en á endanum fékk hann sér bara vinnu í Show Business.
Fljótlega var komið að afmæli Bono og hann varð Toddler. Hann fékk nýjan dótakassa í afmælisgjöf og nýjan bangsa. Sama kvöld þegar Bono stóri ;D var sofnaður heyrðust mikil læti úr herbergi hjónana og daginn eftir fékk Kana að vita að hún væri aftur ólétt. (Boolprop svindlið) Og sama dag kom sæt stelpa sem fékk nafnið Ída. Hún varð brún, græn augu og brúnhærð en með mjög blandað andlitsfall. Kasim tók sér frí úr vinnunni til að kenna Bono að tala, labba og nota koppinn meðan Kana hugsaði um Ídu.
Þegar Ída varð toddler og Bono Child opnaði Kana Home Business.
Hún seldi bara blóm enda var hún komin með gull í að búa þau til.
Eftir tvo daga var hún orðin ágætlega vinsæl og komin með “Rank 9” en þá hættu hún með business-inn til að byrja að geta kennt Ídu að labba, koppinn og að nota koppinn.
Svo koma að því að Ída varð Child og það var haldin mikil veisla fyrir hana en þegar Bono varð Teen var það bara rólegt og aðeins bestu vinum boðið.
Nú varð Bono orðin unglingur og ég lét hann vera Family Aspiration.
Bono fór svo að finna sér kærustu. Hann fann sér eina sem hann varð MJÖG ásfangin af og þau gerðu “First Kiss” og allt en þegar hann var að fara að spurja hana hvort hún vildi vera kærasta hans átti hún kærasta. Bono varð mjög reiður út í hana og talaði ekki við hana aftur.
En eftir þetta fór Bono að hugsa um framtíðina og ákvað að fara í háskóla. Hann pakkaði saman, kvaddi og hélt af stað. Í hákólanum svaf Bono hjá tveim konum (sem voru ekki í hákóla) og eignaðist þrjú börn, tvö með fyrstu og eitt með seinni.
Sex dögum eftir að Bono fór í háskólann var Ída orðin unglingur. Kasim var elda og Ída að hjálpa honum. Það kviknaði í en slökkviliðið var ekki nógu fljótt á staðinn þannig að Ída brann til dauða.
Það var mikil sorg á heimilinu og Kana gat ekki hætt að gráta. Þau sendu legsteininn í kirkjugarð og heimsóttu hana oft ásamt Bono.
En nokkrum dögum seinna þegar Bono átti aðeins tvo daga eftir af háskólanum svaf hann hjá annarri konu og viti menn hún varð líka ólétt og það voru aðrir tvíburar. Aðeins eitt baranabarn eftir til að heitasta ósk Kasims og Könu yrði uppfyllt.
En það kom ekki fyrr en Bono hafði útskrifast og flutt aftur inn.
Ég breytti svo Aspiration-inu hjá Bono í Romance Aspiration og hann eignasðist tólf önnur börn með sjö konum. Svo dóu Kasim og Kana úr elli.