Ég ætla að skrifa um Aid fjölskylduna sem er eftirherma af fjölskyldu sem ég átti einu sinni sem hét líka Aid ;) Tek það fram að þessi fjölskylda var gerð með engu svindli(boolprop, etc)
Þetta byrjar með Töru og Jonah Aid.
Tara er bleikblómótt á litinn, með brún augu og svart hár sem er alltaf sett upp í snúð. Henni langaði að verða “Chief of Staff” þannig hún fékk sér vinnu í lækna bransanum. Hún var mikið fyrir að elda og mála, og sá um það að mála andlitsmyndir af öllum í fjölskyldunni og hengja uppá vegg!
Jonah er marglitaður á litinn, með blá augu og brúnt axlasítt hár. Honum langaði að 3 börn hans myndu útskrifast úr háskóla og er á góðri leið með það. Eins og Töru, þá fannst honum mjög gaman að mála og málaði andlitsmynd af Töru sem vantaði í safnið.
Eftir nokkra daga varð Tara ólétt og fæddi loks sinn fyrsta strák sem var nefndur Ryder, sem fæddist bleikblómóttur og með brún augu eins og mamma sín. Hann var augasteinn allra á heimilinu var alltaf knúsaður :)
Ryder varð síðan strákur og stuttu eftir það varð Tara aftur ólétt og í þetta sinn komu tvíburar - Nicky og Natalie.
Nicky fæddist marglituð með brún augu og Natalie fæddist marglituð með blá augu. Það gekk ekki nógu vel hjá þeim að sjá um öll börnin þannig þau fengu sér 3 barnapíur. Þær sinntu ekki börnunum vel þannig þau ráku 2 af þeim og leyfðu einni að vera eftir, hún sinnti börnunum hræðilega - tók þær útúr rúminu þegar þær voru rosalega þreyttar og gaf þeim ekki að borða og fór svo að sofa í rúminu þeirra Töru og Jonah og var hún á endanum rekin.
Svo varð hann Ryder unglingur og stelpurnar urðu krakkar og komust þau öll inn í einkaskóla við mikinn fögnuð foreldranna. Eftir nokkra daga ákvað Ryder að fara í háskóla og þar fór hann.
En sagan er ekki komin lengra, Ryder er núna í háskóla og gengur vel þar og er að fara klára fyrsta árið.