Þessi saga er hinsvegar eingöngu um Rönku Lyons og litla bróður hennar, Peter.
Joseph Lyons og hans heittelskaða kona, Diana, voru nýflutt í Land Tilraunanna. Joseph var læknir og kona hans nýbúin að finna sér starf sem vísindamaður. Þau voru ekki mjög rík, og brátt fóru þau að sakna einhvers. Eftir nokkra umhugsun ættleiddu þau tvö börn, Rönku og Peter.
Ranka var feimin lítil stelpa, með svart hár og blá augu. Bróðir hennar hafði erft sama útlit og eldri systir hans, en hann var algjör ærslabelgur.
Rönku gekk mjög vel í skóla, og eftir að hafa haft samband við skólastjórann komst Ranka í einkaskóla.
Stuttur tími leið, og Diana varð ólétt.
Þremur simsdögum síðar eignaðist hún tvíbura, sem þau nefndu Thomas og Annie.
Tvíburarnir uxu úr grasi, og ekki leið á löngu þar til haldin var þreföld afmælisveisla.
Thomas og Annie urðu að litlum ólátabelgjum,
en Peter breyttist í ungan og veluppalinn dreng.
Joseph gekk vel í vinnunni, en Diana var heima. Hún var aftur orðin ófrísk, og þremur dögum síðar eignaðist hún lítinn dreng.
Ranka átti bráðum afmæli. Þegar hún var orðin unglingur gat hún hjálpað mömmu sinni með börnin.
Hún fékk sér vinnu á lítilli kaffistofu, en var rekin eftir að hafa ruglað saman hráefnum í kaffi handa háttsettum manni.
En Ranka gafst ekki upp og fann sér fljótt vinnu sem matreiðslukona, þótt hún byrjaði aðeins á því að þvo upp óhreinu diskana.
Lífið hefði ekki getað verið betra hjá litlu fjölskyldunni, en ekki leið á löngu þar til tvíburarnir urðu að yndislegum krökkum, og litli snáðinn, Eragon, varð að óþekkum dreng.
Þá kom upp nýtt vandamál. Það voru aðeins þrjú rúm í íbúðinni fyrir utan barnarúmin, hjónarúmið, og rúmin tvö fyrir Rönku og Peter.
Krakkarnir skiptust á að sofa á sófanum, þar sem þau höfðu hvorki fé né pláss fyrir fleiri rúmum.
Peter breyttist í ungan mann og hagaði sér vel.
Hann fékk vinnu í hernum og komst brátt á toppinn.
Einn daginn kynntist hann ungri, rauðhærðri stúlku, Emily, og varð skotinn í henni, og eftir nánari kynni breyttist það í ást.
Þau byrjuðu saman stuttu síðar.
Ranka las mikið um eldamennsku og lærði einnig mikið í litla eldhúsinu. Eftir að hafa lesið mikið og tæmt ísskápinn, vissi hún allt um matreiðslu.
Hún fékk nokkra skólastyrki og ákvað svo að fara í háskóla.
Þar hitti hún systur sína og tilvonandi eiginmann, en frá því verður ekki sagt hér.
Ætti ég að skrifa meira?
Nothing will come from nothing, you know what they say!