Eliza Graham á heima í litlu húsi í Pleasantview. Hún hefur sett það markmið í lífinu að verða rík. Hún á enga fjölskyldu og býr því ein.
Um hádeigið þegar hún flutti þá komu 3 grannar í heimsókn. Darren, Torrgeno og Blacky. Hún kynntist ekkert Torrgeno eða Darren en hún og Blacky urðu vinkonur. Síðar fór Eliza að vinna við að reyna að gera blómvendi. Henni gekk vel. Svo kom að því að einn daginn fékk hún bronze badge í að gera blómvendi! Þá hafði hún meiri áhuga og fór að gera fleiri og fleiri blómvendi og svo fékk hún silver badge í að gera blómvendi! Þá vildi hún fara að opna búð. Það gat hún samt ekki gert því lóðin sem hún átti heima á var of lítil. Svo hún beið.
Loks átti hún fyrir flutningunum og hún flutti. Hún flutti í stærri íbúð. Eða reyndar var hún ekki stærri. Bara lóðin var stærri. Íbúðin var mjög lítil en löng svo allt komst fyrir, einhvern veginn. En nú var líka búið að bætast við búð fyrir framan íbúðina. Búðin heitir “The flower shop on the corner”. Eliza setti blómin í hillurnar og fékk sér vinnufólk. Þau voru Ricky, Orlando, Marylena, Remington og Karen. Ricky og Remington að selja, Orlando og Karen á kassa og Marylena að restocka.
Svo komu fyrstu viðskiptavinirnir! Og búðin fékk “First Simolos” mynd sem er nú hengd uppá vegg í búðinni. En svo kom að því að það var verið að kvarta undan Remington svo hann hætti. Því miður. Svo Eliza þurfti að ráða nýtt starfsfólk. Þá fann hún XXX. En Eliza var líka búin að vera dugleg að selja hluti svo hún fékk bronza badge í sales! En þegar búðin var komin upp í business rank 5 þá fattaði Eliza að hún átti Perk. Og ekki fá! Heil 28 Perk, ekkert smáræði [ég, comic, vissi ekki að perk væru fyrr en prófaði að ýta þarna;)]! Svo hún var með fullt í öllum Perk.
En svo kom það að allt varð dálítið óhreint í búðinni. Svo að hún réð mann sem heitir Checo til að vera tidy. Það kom líka upp að það voru nokkuð margir sem hægt var að ráða sem voru með meiri og betri badge og skill. Svo reka þurfti Karen og Marylenu. Í staðin fyrir þær komu Randy og Jan. Og að auki komu Brandi og Benjamin. Bæði að selja. Þá voru allt að 8 í vinnu. En svo varð Remington eitthvað ósáttur við gagngríni og hætti. Þá voru eftir 7. Og svo að lokum þá var komin ein nýjung í hópinn. Sebastian. Hann er með silfur í að gera blómvendi og var þá ráðin einungis til að búa til blómvendi ef eitthvað af þeim skildi vanta.
Og þá er ég ekki komin lengra. Eliza Graham á frábæra blómabúð sem heitir ‘The flower shop on the corner’ sem er í Rank 7 og er $40.000$ virði og þá með 70 og eitthvað viðskiptavina stjörnur og með rúmlega $10.000$ í gróða.
Sem sagt. Endaði vel:) en það á kannski eftir að koma framhald:)