Jæja þá er það bar þriðja sagan ;)
Sko þessi saga verður doldið stutt því ég var að búa hana til i dag og er bra komin doldið rosalega stutt.
Nú er nattla kynningin (aftur)
Pabbinn: Hann er geimvera og heitir Gylfi og er nattla græn geimvera með svört augu og tvíburi í stjörnumerki. Hann er algjör golfari í klæðaburði og elskar að hanga heima og vera í tölvunni og horfa á sjónvarpið. Hann er Family Aspiration og elskar Veru (stelpuna sína).
Mamman: Hún er líka geimvera, heitir Mia og er græn geimvera með svört augu. Hún er tvíburi í stjörnumerki og Family Aspiration. Hún elskar að fara á djammið, kaupa föt og hugsa um Veru (dóttur sína).
Vera: Hún er nattla geimvera (eins og mamma sín og pabbi), heitir Vera og er með svört augu og er krabbi í störnumerki. Hún er Grow up Aspiration (verður svo Family Aspiration) og hún elskar nattla bra mömmu sina og pabba.
Ólafur: Verður kallinn hennar Veru, hann er svartur með svart hár, græn augu og steingeit í stjörnumerki. Hann er Family Aspiration og elskar Veru
Hér er svo sagan:
Geimverurnar Gylfi og Mia fluttu í Big-City borgina (borg sem ég bjó til) og fluttu þar í lítið, krúttlegt og tilbúið hús, fyrrum eigendur þess voru Mike og Amy úr Asira fjölskyldunni. Þar bjuggu þau í þrjá daga og skemmtu sér konunglega og fóru í Downtown-inn hverja nótt. Svo ákváðu þau að fjölga geimverunum í þessu hverfi og fóru afsíðis til að láta að því verða ;)
Þrem dögum eftir það fæddist Vera og hún var auðitað geimVERA eins og mamma sín og pabbi. Þegar Vera fæddist fekk Gylfi sér vinnu í bissnisnum og fékk þar margar stöðuhækkanir meðan Mia, greyið, sat heima og hugsaði um Veru. Mia var allan liðlangan daginn með Veru og gerði allt fyrir hana s.s. baðaði hana, gaf henni að drekka, lék við hana og gaf henni eins mörg knús og hægt var.
Gylfi var orðin svo ástfangin af vinnunni sinni að hann hugsaði ekkert um fjölskylduna og var meira að segja í burtu meðan Vera stækkaði frá Baby í Toddler. Og auðvitað kenndi Mia Veru að labba, tala og á koppinn. Daginn fyrir afmæli Veru (frá toddler í child) vann Gylfi allann daginn í að lesa eikkað um cleaning til að geta engið stöðuhækkun daginn eftir. Svo daginn eftir, þegar Vera átti afmæli, var Gylfi í vinnunni og missti af afmælinu og veislunni.
Í veislunni kynntist Mia kalli sem hét Tryggvi Cross og hún varð rosa ástfangin af honum. Hún var nattla voða einmanna því að Gylfi var alltaf í vinnunni og því ákvað hún að halda framhjá Gylfa með Tryggva. Hún og Tryggvi urðu svo ástfangin að þau gerðu Try For Baby í bílnum og á meðan Gylfi var í vinnunni og þegar þau voru að ljúka sér af kom Gylfi heim og sá Miu halda framhjá.
Hann var alveg brjál og slappaði Miu, tók maid-ina og reyndi við hana. Þá varð Mia allveg brjál og slappaði hann. En vegna barnsins hættu þau ekki saman en á myndinni (sem kemur þegar maður fer inn í fjölskyldurnar) eru þau í fýlu út í hvort annað. Þau skiptu hjónaherberginu i tvennt og voru í rosa fýlu.
Vera fékk svo alltaf A+ í skólanum og stækkaði fljótt upp i ungling. Þá hélt hún áfram að fá A+ i skólanum, komst svo á endanu í private school og fékk sér vinnu og var á hæðstu launum. Svo fór hún í háskólan og kynntist þar sætum strák sem hét Ólafur Birgir og nú eru þau trúlofuð, búa saman og eru allveg að útskrifast.
Þannig að staðan er sem sagt þannig að Gyfi og Mia eru ennþá ósátt, Vera er trúlofuð Ólafi og þau eru allveg að fara að útskrifast úr háskóla.
Ætti ég að:
Láta Gylfa og Miu skilja?
Láta þau sættast?
Eignast annað barn?
Halda áfram eins og þetta er?
Láta veru giftast Ólafi og stofna fjölskyldu?
Endilega svarið ykkar áliti og lesið hinar sögurnar mínar ;) :D ;)