Arbuckle.
-
Ath! Ég vil taka það fram að EKKERT var svindlað við þessa fjölskyldu =-D
-
Ath! Ég notaði mikið dótið í Rewards sem lætur mann líða vel.
-
Sagan;
-
Pat Arbuckle býr ein í littlu húsi í Pleasantview. Henni hefur lengi langað að eignast fjölskyldu, það hefur verið hennar markmið í lífinu frá unglingsárum. En hvað um það. Hún fékk sér vinnu sem þjófur. Og eignaðist brátt nýja vini því nú komu þrír grannar í heimsókn og henni gekk vel að kynnast þeim.
-
Og kemur í ljós að þau heita Carl, Darren og Cherry. Hún og Cherry urðu brátt bestu vinkonur og Pat og Darren komu líka vel saman, en einungis bara sem vinir sem er í góðu lagi. En Pat og Carl.. þau náðu meiri böndum og urðu meira en vinir.
-
Eftir fimm daga saman gera þau WooHoo og þar að leiðandi verður Pat ófrísk. Hún ákvað því að hætta með Carl en hringdi samt stundum í hann og minnist á barnið svo hann væri smá partur af lífi þess. Eftir þrjá strembdna daga kemur litla krílið í heiminn. Í ljós kom lítill fallegur strákur, skýrður Jon.
-
Jon reyndist mjög lágvær meðan hann var aðeins smábarn. En varð svo háværari og háværari með tímanum. En þau mæðginin komu sér vel saman og urðu brátt vinir. Samt var hún mikið að vinna og vann sér inn mikið af peningum og stöðuhækkunum, en um leið fóru samböndin að dofna. En Pat lét það nú ekki gerast að þú hættu að vera vinir, neineinei.
-
En mikið gekk á í lífi þeirra og svo er ekki meira sagt uns Jon verður að toodler. Jon var mjög fljótur að læra á kopp og að læra að ganga og tala, allt með hjálp pelans sem Pat keypti [Pelinn í Rewards].
-
Þegar hann varð toodler var Pat komin uppí fimmtu stöðuhækkunina og leið bara nokkuð vel þannig. Samt ákvað hún að fá þá sjöttu og hélt áfram að vinna og vinna, heima. Því ekki mikill tími fyrir Jon. Hann kynntist Nanny [konunni sem passaði hann] mjög vel. Og urðu þau vinir.
-
Brátt varð Jon að krakka. Hann gekk þá í einkaskóla og var hann mjög klár og fékk alltaf A+. Jon langaði alveg óskaplega mikið að þekkja föður sinn en þegar hann kynntist honum loks þá vildi Carl ekkert með hann hafa. Varð Jon þá leiður en lét það ekki á bera.
-
Á meðan reyndi Pat eins og hún gat að vinna upp skills og eignast nóg af vinum til að geta orðið að Criminal Matsermind. En var aðeins Cat Burglar [3 stöðuhækkana bil]. Hún þurfti að ná upp 3 mechanical skillpoints en náði því á no time upp. Fékk hún þá næstu stöðuhækkun og varð einu skrefi nær því að verða Mastermind.
-
Ekki meira sagt fyrr en að Jon verður að unglingi. Hann er hágæða unglingur með brúnt hár og blá augu og í frábærum fötum. Eina er að hann er með mjög lágt fitness svo hann ákveður að byrja að æfa á vöðvana. Eftir aðeins fáeina daga er hann kominn með massa, og þar sem engin stelpa leit við honum áður munu þær gersamlega falla fyrir honum núna.
-
Pat er að eldast. Hún verður að gamlingja eftir aðeins nokkra daga! Hún kaupir orkudrykkja stand og drekkur og yngist! Vá henni líður vel;-):-). En annað um hana Pat..hún er búin að fá aðra stöðuhækkun og er komin úr Counterfeiter og í Smuggler og er með rúmlega 1.500 dali í laun! Og aðeins ein stöðuhækkun fram undan.. Jibbíí!!
-
Eftir að Jon fékk massann hugsar hann ekki um annað en stelpur. Svo hann skreppur á netið og sér eina inná. Hún heitir Minnie. Hann talar við hana smá stund en hringir svo í hana og fær að kynnast henni.
-
Í ljóst kemur að Minnie er hágæða stúlka. Jon vill endilega fá að hitta hana og spyr hvor hún vilji koma yfir, Minnie svarar játandi. Jon tekur þá til og breytir um útlit og fær sér sítt hár. Þegar Minnie kemur sér Jon að hún er engin venjuleg stelpa heldur Geimveru stelpa. Hann lætur það ekki á sig fá og á endanum verða þau bestu vinir.
-
Pat reynir að halda uppi vinskapnum við vini sína. Hún hefur verið með hugann of mikið við vinnuna og að ná skillum. Þau verða öll 90% - 100% vinir aftur en þá fær Pat aftur delluna og byrjar að safna meiri skillsum.
-
Jon býður Minnie aftur yfir og þá gerist það að þau verða skotin hvort í öðru! Spyr hann hana þá hvort hún vilji byrja með honum. Hún sagði nei. Hún fór þá heim. Það sem eftir var dagsins var hann stöðugt grátandi og hugsandi um það að hún vildi ekki vera með honum. Næsta dag bauð hann henni aftur yfir. Hann var mjög rómantískur og endaði á að þau urðu ástfangin. Þá spurði hann hana aftur hvort hún vildi byrja með sér og hún svaraði játandi og hann grét ekki meira.
-
Nú styttist aftur í að Pat verði gömul. Tekur hún þá sopa af orkudrykknum, aftur. Yngist, aftur. Líður vel, aftur. Alltaf sama sagan um hana mætti halda. Enn er hún á höttunum eftir stöðuhækkun. Hún á eftir að fylla sum skill upp í 10 en það kemur eftir nokkra daga. Henn vantar samt 2 eða 3 vini. Þetta kemur allt:-)
-
*Núna er smá um Minnie og pabba hennar.*
-
*Svindlað var með þau. boolprop testingcheatsenabled true og látið þau sem dæmi vera geimverur og meira sem kemur í ljós.*
-
*Ath! Ég geri upp söguna með forfeðurna, plánetuna og meira!*
-
Minnie og Clause Davidsen [fundu önnur nöfn þegar þau fluttu í Pleasantview] eru bæði geimverur. Minnie á enga móður heldur hefur alist upp með faðir sínum í Pleasantview og á hinni plánetunni sem hún er frá. Hefur hún átt erfitt uppdráttar með skólann og meira frá því að þau fluttu vegna hörundsins og augnanna og með að faðir hennar skuli vera samkynheigður. Hann er reyndar líka geðveikur. Minnie á sem sagt erfitt heima fyrir og í skólanum. Þeim feðginunum kemur heldur ekki vel saman.
-
Vildi bara láta vita af þessu. Veit ekki af hverju;-)
-
Nú er ég ekki komin lengra!
-
Þeir sem koma fram;
Pat Arbuckle
Cherry Mc.Red
Darren Dreamer
Carl Capp
Jon Arbuckle
Minnie Davidsen
Clause Davidsen
-
En ég vil spyrja;
Fynnst ykkur að ég ætti að láta Pat eignast annað barn?
Á ég að koma með framhaldið?
-
Takk fyrir mig að sinni!