Í þessum nýja Sims leik er hægt eins og á nafninu opna þín eigin fyrirtæki!
Dæmi um nokkur fyrirtæki:
Keiluhallir þá rukkarðu klukkustund á braut. (Verður að eiga Nightlife)
Bílasölu þá einfaldlega selurðu bíla. (Verður að eiga Nightlife)
Fasteignasali þá gerirðu upp húsið gerir það flott með húsgögnum og selur það svo á hærra verði (Verður að eiga Nightlife).
Raftækjaverslun þú býrð til hlutina og setur þá á hillur og selur.
Snyrtistofu/Hárgreiðslustofa þá fer fólk og lætur snyrta sig og klippa á sér hárið.
Dótabúð býrðu til þitt eigið dót og selur en með dótabúðina geturðu haft hana bæði heima og selt og líka í bænum.
Blómabúð þá hannarðu blómin sjálf/ur og selur.
Veitingastaður/Bakarí eldarðu mat fyrir fólk.
En í leiknum bætist nýtt “kunnáttu kerfi” (skill system) við. Í því kerfi eru sjö skillar sem starfsfólkið þarf að læra og þeir fela í sér: að selja hluti, vinna á kassa og að búa til leikföng, vélmenni og blómavendi svo eitthvað sé nefnt! Sem betur fer geta hæfileikar simsanna ykkar líka hjálpað til, til dæmis betri að elda á veitingastað.
En þegar kemur að starfsfólkinu þá geturðu bæði ráðið fólk til dæmis: nágranna, vini, viðskiptavini og auðvitað fjölskyldumeðlimi en auðvitað þarftu að reka þá slöku. Þeir sem eru nú þegar með mjög háa skill munu náttúrulega krefjast hærri launa.
En eitt dæmi um góðan hlut sem kemur með leiknum er vélmennið Servo (sjá mynd sem ég sendi), en vélmennið mun gera hin venjulegu húsverk eins og vökva blómin. Servo er flókinn og dýr en þegar persóna kveikir á honum mun hann herma eftir persónuleika persónunnar sem kveikir á honum! Hann þarf aldrei að fara á klósettið né borða.
SiMs 2 Open for business kemur til Bandaríkjanna 2.mars og mun hann þá líklegast koma 3-6.mars!