Jæja þá loksins eru komnar inn nógu margar sögur til þess að gera keppni :)

Á mánudaginn mun koma könnun þar sem að þið getið kosið bestu sögunna.



………………..


Þessi saga er eftir : Cho
Og þetta byrjaði allt með honum Don…

Þetta er nú ein ruglaðasta saga sem átt hefur sér stað. Þannig er mál með vexti að ég las hér á huga sögu um manninn Don Lothario. Sá hafði látið Don lifa tvöföldu(ætti eiginlega að segja fjór- eða fimmföldu) lífi. Þá ákvað ég bara að skella mér í Sims og finna þennan mann. Það tókst nú auðveldlega og bjó hann í því mjög svo smekklega Pleasant-hverfi.
Hann Don var ástfanginn af 4 konum að mig minnir. Það voru þær Cassandra Goth, en hann var einnig trúlofaður henni, Dina og Nina Caliente, systur og svo hin undurfagra heimilishjálp, Kaylynn Langerak. Fyrstu dagana var hann bara í því aðsofa hjá stúlkunum sínum en svo skellti hann sér í bæinn til að kaupa sér nýjar nærbuxur, eftir ítrekaðar athugasemdir vinkvennanna. Hann keypti sér alveg voðalega fallegar buxur en því miður gleymdi hann þeim í leigubílnum svo að hann þurfti að nota sínar þröngu grænu nærbuxur.
Þegar hann svo vaknar einn daginn þá hefur hann hlotið það verðuga markmið að eignast 5 ”vinkonur”. Hann fór því í bað og skellti sér í fallegu nærbuxurnar sínar, honum fannst þær mjög eggjandi, og ákvað nú að reyna að heilla einhverjar konur sem ættu leið hjá upp úr skónum. En ekkert gekk. Daginn eftir var hann samt svo heppinn að vinnufélagi hans kom með honum heim úr vinnunni, að þessu sinni gullfallegur kvenmaður, að hans mati. Þau urðu fljótt bestu vinir og fóru aðeins að daðra við hvort annað. Það endaði nú bara á einn veg. Beint upp í rúm!
Daginn eftir vaknaði Don svo með markmiðið að Woo-hoo-ast á almenningsstað.
Hann hringdi nú í eina vinkonu sína, held að Dina, ljóshærða systirin, hafi orðið fyrir valinu og þau skelltu sér í bæinn, þar sem þau léku sér í einum búningsklefanum. En þegar að líða tók á kvöldið flýttu þau sér heim, alsæl. Daginn eftir kom heimilishjálpin við hjá Don og þau skelltu sér í heita pottinn. Og þið vitið öl hvernig það fór. En þegar Kaylynn fór hringdi hann Don í Dinu og hún skellti sér í heimsókn. Það endaði nú bara þannig að hún ákvað að flytja inn. Hún var með peninga-markmið en átti því miður aðeins 15 krónur. Ég reddaði henni vinnu um leið og henni fór að líða betur. Þar sem þau reyndu nú allt sem þau gátu til að græða meiri peninga, dvínaði ástin fljótt. Þar sem þau unnu á sitthvorum vinnutímanum, hann á næturnar og hún á daginn, nýtti Don sér því dagana til að sofa hjá hinum vinkonum sínum. Hann kynntist meira að segja annarri en ekkert varð úr því sambandi. Dina varð einmana og á endanum ákvað hún að hringja í Mortimer Goth, sem hún hafði verið að dandalast með. Hann mætti og þau skelltu sér í pottinn. Einmitt í miðju kelerí-inu vaknar Don og sér hvað er í gangi. Hann slær Dinu og verður óvinur Mortimers. Þegar hún reynir svo að kyssa hann til að sættast þá brjálast Mortimer og slær hana líka. Mortimer og Don fara svo að slást en Dina grætur bara og grætur. Ekkert gekk að laga sambandið milli hennar og Dons þannig að hún flutti út. Don er svo leiður að hann hringir í Kaylynn og biður hana að koma. Hún kemur og hjálpa honum að takast á við sorgina, í rúminu að sjálfsögðu. En hann heillast algjörlega af henni og vill giftast henni. Hún samþykir að flytja inn til hans og það fyrsta sem hann gerir er að gera hana ólétta. Svo þegar hún eignast barnið(lítil stúlka, Alyssa) vill hann ekki sjá það en vill ólmur eignast annað. Þegar það fæðist svo(önnur stelpa, Dimanda) hugsar hann heldur ekkert um það. Hann verður gamall og latur. Kaylynn fær nóg og flytur út. Don hringir í hana Ninu, systur Dinu og þau eiga rómantískt kvöld saman, að hætti Dons. Don á líklega eftir að deyja einn, en fullur af fjöri.

Cassandra er ný trúlofuð Don en í veislunni rífast þau og hún slítur trúlofunninni. Í stað þess hringir hún í Darren Dreamer sem er nú þegar yfir sig hrifinn af henni og hún verður ástfangin af honum. Þau trúlofast og svo fer hann heim. Það heyrist ekki frá honum í langan tíma. Cassandra er dugleg í vinnu en er svolítið einmana. Alexander, bróðir hennar er duglegur í skólanum en á sér ekkert félagslíf. Hann á enga vini en þegar hann eldist og verður að táningi eignast hann vin.
Mortimer gamli er enn í sjokki eftir svik Dinu Caliente, ræður heimilishjálp. Hann fellur samstundis fyrir henni og er yfir sig ástfanginn. Í fyrstu vill hún ekki sjá hann, en eftir að hann gefur henni mikið þjórfé þá byrjar henni að líka við hann. Þið megið túlka þetta hvernig sem þið viljið.

Kaylynn Langerak er flutt út frá Don og ákveður að reyna að hefja nýtt líf. Hún fer fyrst til Pleasant sem hún hefur verið að dandalast(maður bara verður að nota þetta orð!) með. En hann hafði ákveðið að reyna að bjarga hjónabandi sínu og slítur sambandi þeirra. Kaylynn flytur því með stelpurnar sínar í fallegt hús við hliðina á honum Dreamer feðgunum. Hann Darren kemur í heimsókn til þeirra og hann og Kaylynn verða ágætis vinir. En svo hefur Kaylynn engan tíma til að hitta hann því að hún á fullt í fangi með að ala börnin sín upp. Tvö lítil ungabörn eru of mikið og hún er alveg að brotna niður þegar ofurfóstran kemur færandi hendi og tekur málið í sínar hendur.Fullt af höndum þar. Kaylynn getur loks sofið og borðað á meðan ofurfóstran sér um börnin. Alyssa verður smábarn og svo barn um leið og Dimanda verður smábarn. Kaylynn höndlar þetta betur núna og nær að gera þetta ágætlega en svo fer allt í vaskinn og ofurfóstran mætir aftur á svæðið. Hún sér um Dimöndu þar til hún verður að barni og fer svo á eftirlaun en með minningarnar um þessar yndislegu litlu stúlkur greyptar í huga sér. Þar sem stelpurnar eru nú orðnar frekar sjálfstæðar þá fer Kaylynn að hitta Darren meira og meira og þau falla að lokum hvort fyrir öðru. Það sem Kaylynn veit ekki er það að Darren er trúlofaður hinni yndisfríðu Cassöndru Goth. En þar sem Kaylynn er mun vinalegri og bara mun líkari Darren á allan hátt vill hann helst bara gleyma henni Cassöndru og hefja nýtt líf með Kaylynn. Hann flýtir sér heim og skilur Kaylynn eftir en með loforð um að brátt munu þau vera hamingjusöm á ný – saman. Þegar Kaylynn hefur þurrkað stjörnurykið úr augum sínum sér hún að Alyssa hefur ekki staðið sig nógu vel í skólanum. Hún gerir allt til að bæta það. Og að lokum tekst að bjarga Alyssu frá falli. Dimanda stendur sig mjög vel í skóla og fær hinar ýmsu viðurkenningar. Alyssa verður að unglingi og blómstrar af fegurð.

Darren hefur trúlofast Cassöndru, sér nú eftir því og vill aðeins eyða ævinni með einni manneskju – Kaylynn Langerak. Sonur hans, Dirk er framúrskarandi nemandi og á þessa undurfögru kærustu hana Pleasant(þar sem Pleasant fjölskyldan er ekkert merkileg í framvindu þessarar sögu þá munu skírnarnöfn þeirra ekki koma fram nema þá ef eitthvað undarlegt gerist). En hann hefur svo mikið að gera að þau hittast ekki svo oft og rómantíkin hefur örlítið kulnað.
Darren áttar sig á að hann getur bara ekki lifað án sinnar elskulegu Kaylynn svo að hringir í hana tafarlaust og biður hana að flytja inn til sín. Hún hrópar upp fyrir sig af gleði og segist koma um leið og hún er tilbúin. Mæðgurnar pakka og flytja inn til Darrens. Þegar þangað er komið lýtur Alyssa á Dirk og bráðnar. Hann er svoooo sætur! Hún byrjar að tala við hann og þau verða fljótt vinir. Ætli það verði eitthvað úr þessu eða heldur Dirk tryggð við fröken Pleasant?

Mortimer Goth hefur náð að heilla heimilishjálpina upp úr skónum og hafa þau nú gengið í það heilaga. Þá er bara haldið beinustu leið upp í rúm þar sem horft er í átt að barneignum. Heimilishjálpin, sem er ónafngreind að svo stöddu en fær vonandi nafn fljótlega, er ólétt og mjög hamingjusöm með nýja manninum sínum. Henni líkar samt óvenju illa við Alexander en Cassandra er ágætis vinkona hennar. Cassandra byrjar að rífast í Darren og að lokum slítur hún trúlofuninni, Darren til mikillar ánægju. Til að ná sér eftir þessi sambandsslit hættir hún í vinnunni. Með þessu móti getur hún líka eytt meiri tíma með öldruðum föður sínum sem á skammt eftir ólifað. Kannski á Cassandra eftir að finna ástina, hver veit? En mitt í þessum hugleiðingum gerist voveiflegur atburður. Mortimer deyr!
Heimilishjálpin brotnar niður, ófætt barn þeirra hjóna er það eina sem getur glatt hana þessa stundina en það eru nokkrir dagar í að það komi í heiminn. Henni líður mjög illa og liggur ein á stóra hjónarúminu, sem áður var svo notalegt en er nú bara einmanalegt og fráhrindandi, og grætur hljóðlega í koddann sinn. Sem heimilishjálp hefur starf hennar krafist þess af henni að hún sé ávallt brosandi og að hún feli tilfinningar sínar. Og hún heldur því áfram. Cassandra syrgir föður sinn og fer oft á dag að leiði hans. Alexander hefur hins vegar lokað á tilfinningar sínar og vill ekki tala við neinn um þetta. Ætli einhver geti náð honum út úr þessari hrikalegu skel sem er að fara með hann bæði andlega og líkamlega?

Jæja, þetta var nú það helsta sem hefur gerst í þessu mjög svo skemmtilega hverfi en mikið er enn í gangi sem tengist þ.á.m. Fleetwoodfjölskyldunni og Terialfjölskyldunni

Kannski fáið þið að vita eitthvað um þau ef ég nenni að skrifa meira um fólkið sem ég hef kosið að kalla Simsana

Vonandi skemmtuð þið ykkur vel!!!

………………………………………

Þessi saga er eftir: Sibjo

Jólafjölskyldan mín er Pixbatune fólkið.

Þar eru þau Harry og konan hans Fiona. Þau eiga Tim sem er á unglingsaldri. Og svo er Fiona einnig ólétt.

Þau Harry og Fiona eiga heima í tveggja hæða húsi sem er einhvers staðar í miðjum Veronaville. Húsið er ekkert það stórt en er nóg fyrir þrjár manneskjur þó.

Harry er búinn að kaupa jólatré sem er mjög stórt, nokkrir simsmetrar, og margir pakkar komnir undir það þar sem það er nú 23. Desember. Jebb.. pakkarnir streyma að.. sérstaklega til Tim þar sem hann er einkabarn, en ekki mikið lengur..! Pixbatune fólkið nennir ekki að geyma gjafir og setur þær því bara undir tréð strax 21. Desember..!

Ég segji sögurnar eins og þau séu að segja frá einhverju sem gerðist einhvern tímann.

—–

*Þorláksmessa*

~ Harry ~ 23. ~
Ég vaknaði við það að Fiona var að æla.. æji greyjið.. en ég bjó þá bara til pönnukökur handa henni.. henni leið betur við þær, eins og vanalega. Ég fór svo og gerði morgunleikfimina, eða jóga. Svo fór ég í vinnuna.. ég var Náttúrufræðingur.. eða þá í vinnunni var ég “Unnatural Crossbreeder”.. Hins vegar.. þegar ég kom heim þá fékk ég stöðuhækkun og er nú orðinn “Dinosaur Cloner”!! en ég fór svo, af því að mig vantaði skills, að tefla. Svo var kveldmatur og ég át hann, fór í sturtu og aðeins að míga svo.. en svo bara strax í háttinn.. Góða nótt..

~ Fiona ~ 23. ~
Ég vaknaði um morguninn til þess að æla.. já.. fúlt.. en þegar ég var komin inní eldhús var elskulegi Harry minn búinn að gera pönnukökur. Ég át þær með bestu lyst. Svo fór ég bara í mína vanalegu morgunsturtu og svo að vekja Tim. Hann þurfti að fara í skólann. Ég gaf honum morgunmat og svo fór hann bara strax í skólann. Og svo klukkutíma seinna var Harry búinn í jóganu og þá kyssti hann mig og fór svo strax í vinnu. Ég er annars heimavinnandi húsmóðir. Ég skrifa bréf til vina minna, les bækur, býð vinkonum yfir í saumaklúbb og bara.. svona týpísk eiginkona og móðir. Ég fór nú samt strax að skrifa bréf til Gail vinkonu, svo að lesa bók –svo kom Tim heim-, og svo í jóga. Þangað til að Harry kom heim. Þá fór hann reyndar bara að tefla.. þannig ég fór að hafa til kveldmatinn, þar sem það var nú Þorláksmessa þá ákvað ég að hafa Grísakótelettur. Eiginlega strax á eftir fór ég að sofa.

~ Tim ~ 23. ~
Í morgun vaknaði ég við að mamma vakti mig og gaf mér cerios. Ég fór í skólann, kom svo heim og gerði heimavinnuna mína.. hringdi svo í Alexander, vin minn, og bauð honum yfir og við fórum í leikjatölvuna mína.. svo fór hann.. þá fór ég og gerði æfingar svo sem fótliftur, armliftur og meira.. svo var bara kominn kveldmatur, við fengum Grísakótelettur.. mm.. nammi nammi namm.. svo fór ég í tövluna eftir matinn og var í henni í svona um það bil 3 klukkutíma.. svo að lyfta aðeins meira lóðum.. og svo bara í sturtu og svo beint að sofa.

*Aðfangadagur Jóla*

~ Harry ~ 24. ~
Ég vaknaði snemma og setti gjöfina hans Tim undir jólatréð. Sem betur fer var hann ekki vaknaður. En hann verður samt örugglega ekki eins kátur og þegar hann var lítill.. hann er orðinn unglingur! Árin líða fljótt.. en allavega.. Ég og Fiona fórum svo saman og fengum okkur “Omelets” í morgunmat.. mm það var gott.. en svo fórum við og gerðum jóga saman þangað til klukkan tólf, þá vaknaði Tim. Hann var að fara í gjafirnar en við vildum bíða þangað til klukkan sex. Hann var fúll og fór að lyfta lóðum. En Fionu var farið að líða illa. Ég tók eftir að hún ældi mikið og svona. En ég tók mér frí í vinnunni eins og þið sjáið.. Tim fékk frí í skólanum líka. En ég fór að tefla því mig vantaði skill. Svo var klukkan hálf sex. Við fórum að trénu og Tim beið spenntur. Klukkan nákvæmlega sex átti hann að fá sína gjöf. En.. Hún Fiona var að eignast barn. Tim opnaði samt gjöfina og varð mjög ánægður, betri og nýrri leikjatalva. En nú er ekki tími fyrir gjafir heldur nýtt barn! Það kom í ljós að þetta var stelpa. Hún heitir Faith. Litla telpan mín.. það sem eftir var kvöldsins var að við borðuðum mat, “Turkey” og eftirmat “Gelatin” og lékum við litlu, nýju telpuna, Faith.

~ Fiona ~ 24. ~
Ég vaknaði þegar Harry var að setja gjöfina hans Tim undir jólatréð. Við fórum svo og fengum okkur góðan morgunverð, því það er nú Aðfangadagur. Við fengum okkur “Omelets” sem voru mjööög góðar! Svo fórum við Harry minn í jóga og vorum alveg þangað til Tim vaknaði, klukkan tólf, við leyfðum honum að sofa út. Hann ætlaði strax að opna gjöfina sína þegar við Harry stoppuðum hann. Tim var fúll og fór að lóðunum sínum. Hann vill greinilega ganga í augun á stelpum! En svo fékk ég mér smákökur og strax á eftir þurfti ég að æla. Og svo að pissa. Og svo meira æla. Mér leið ekki vel. Harry sleppti vinnu og Tim skólanum. Það er allavega gott að þurfa ekki að vera ein heima! Svo fór ég að taka til og þurka af og svona.. hringdi í vinkonur og bauð þeim gleðileg jól og svonna. Svo klukkan hálf sex þegar allt varð orðið hreint og fínt fórum við að trénu. Svo bara leið engin stund þegar klukkan var sex og Tim opnaði gjöfina sína en um leið fékk ég hríðir! Á endanum eignuðumst við litla telpu sem við köllum Faith. Faith Pixbatune.. en flott nafn. Eftir fæðinguna fengum við okkur “Turkey” og svo í eftirmat var “Gelatin”. Svo bara fórum við öll að knúsast í Fatih litlu Pixbatune.

~ Tim ~ 24. ~
Klukkan var 12 á Aðfangadegi.. það merkir.. GJAFIR!! Vúhú! Ég hljóp inn í stofu og ætlaði að fara að rífa gjafirnar í tætlur þegar að pabbi og mamma stoppuðu mig.. dj*fu** varð ég svekktur! Ég fór strax að lyfta lóðunum mínum og viti menn.. ég er kominn með 10 body skill! En alla vega. Ég hringdi svo í Alexander og við ákvaðum að hittast heima hjá mér að skiptast á gjöfum. Ég fór bara í tölvuna og svo kom hann. Hann gaf mér GTA og ég gaf honum myndasögu blöð, hann er með æði skillru.. allavega.. svo fór hann eilla bara strax. En þegar ég kom fram á gang var mamma að æla á fullu.. aumingja hún. En.. svo fór ég bara í tölvuna. Klukkan varð svo hálf sex og ég fór að trénu. Ég mátti ekki opna pakkana fyrr en akkúrat klukkan sex, því miður. En um leið og ég byrja að opna hann þá fær mamma hríðir! Típískt! En any way.. ég fékk leikjatölvuna sem mig langaði í.. Jess! En svo var mamma hríðir líka. Svo kom í ljós að ég hafi eignast litla systur. Mömmu og pabba leist á nafnið Faith. Mér líka. Svo.. litla systir mín heitir víst Faith. Faith

………………………………………..

þessi saga er einni eftir Sibjo:
Saga 2

Ég var í Strange Town í Sims 2 og var að leika mér að fara í Singles Family sem eru 4 konur og eru allar roommates nema geimverurnar tvær.

—–

Ég lét Chloe og Lola (minnir mig að hún heitir) flytja út (geimverurnar) og ég ætla að segja ykkur frá því sem er búið að gerast hjá þeim. Ég segi þetta í einskonar dagbók og segi frá hverjum degi og hjá hverjum hann var og þannig.

—–

Lola er með Peninga-markmiðið og Chloe með Romance-markmiðið

—–

Hér byrjar það!

—–

—–Chloe dagur 1—–

Ég vaknaði og ætlaði aðeins að fara á netið að tala við einhvern. Á netinu fann ég mann sem var við mitt hæfi og hann heitir Carl (Carl er með Romance líka). Ég spurði hann hvort hann vildi koma yfir og fá sér pönnukökur með mér og hann vildi það og kom. Eftir smá morgunmat fórum við að horfa á sjónvarpið. Síðan var klukkan orðin þrjú og ég þurfti að fara að vinna og þá fór hann. Ég var að vinna langt fram á kvöld og fór strax að sofa um leið og ég kom heim.

—–Lola dagur 1—–

Ég vaknaði og ákvað að fara fram og fá mér að borða Cerios. Svo fer ég í sturtu en hún bilast svo ég hringi í repairman og hann kemur og gerir við. Klukkan 11 fer ég svo í vinnu og kem ekki aftur fyrr en um fimm leitið. Ég fer og les mér til um matreiðslu og er svo bara orðin mjög flink í eldamennskunni en þá fer ég á klósettið og síðan aftur í sturtu. Vá hvað hún er góð eftir að það var lagað hana. En eftir smá sprett í sturtu fer ég og fæ mér aðeins að borða. Ég elda mjög góðan mat sem er eins og var í bókinni en eftir góðan mat er ég uppgefin og verð að fara í rúmið. Ég sofna vært og sef lengi.

—–Chloe dagur 2—–

Ég vakna eftir frábæran draum um mig og Carl. Um leið og ég vakna þá fer ég og hringi í hann. Við tölum lengi saman en svo segist hann vilja koma yfir og ég leifi það. Hann kom og hann fór í tölvuna því ég þurfti á klósettið og að fara í sturtu. Þegar ég kem úr sturtu kemur hann hlaupandi til mín og kyssir mig. Ég bregst illa við og ég hrindi honum af mér. En við förum svo að tala saman og þá kyssi ég hann og hann bregst vel við en þá er ég farina ð kunna vel við hann og svo allt í einu vill hann fara því að hann er svangur. En þá fer ég bara og horfi á sjónvarpið þangað til klukkan verðr þrjú og þá fer ég í vinnu. Svo þegar ég kem heim fer ég beint uppí rúm.

—–Lola dagur 2—–

Ég vakna eftir langan blund og fer fram að fá mér morgunmat. Þegar það er búið fer ég bara að horfa á sjónvarpið og á stöð sem heitir “Yummy Channel” eitthvað og ég horfi á hana þangað til klukkan ellefu því þá fer ég í vinnu. Þegar vinnan er búin fer ég heim en þá kemur í ljós að ég fékk stöðuhækkun en klukkan er núna um fimm leitið og ég þarf ekki í vinnu fyrr en eftir rúma tuttugu og fjóra klukkustundir því nýji tíminn byrjar fimm;) En ég fer og elda um leið og ég er búin í vinnu. Ég fæ mér rétt eins og var í sjónvarpinu og hann bragðast bara mjög vel. Eftir mat fer ég og hringi í pabba og býð honum yfir og hann þyggur það. Við röbbum saman og hann segir að hálf bróðir minn hann Jhonny er orðinn fullorðinn og margar fleiri fréttir en svo þarf hann að fara aftur og þá fer ég bara að sofa og sef vært.

—–Chloe dagur 3—–

Ég vakna við systur mína vera að gera pönnukökur og ég fer fram og fæ mér smá bita. Svo fer ég á netið og tala við Carl. Við erum orðin ágætis vinir og erum á föstu. Hann spyr hvort hann megi koma yfir og ég leyfi það en þegar hann kemur förum við aðeins að tala saman en svo fer hann að reyna við mig! Hann heldur í hendurnar á mér og er ósköp ljúfur og svona. Ég spyr hann svo um hvað hann á marga vini og hverjir það eru og hann segir að hann er á föstu með fimm konum mér meðaltalinni og þá brjálast ég auðvitað og segi honum að fara út en þegar hann er farinn hugsa ég að ég er skotin í honum en ég er einnig hrifin af öðrum. Ég hugsa dálítið lengi en fer svo á klósettið og svo í sturtu en ég get aðeins lagt mig en fer svo strax í vinnu. Þegar ég kem heim fer ég og fæ mér mat en fer svo að sofa.

—–Lola dagur 3—–

Ég vakna eftir draum um sætar sykurbollur og svínakjöt og allt sem ég get ýmindað mér! En þegar ég vakna fer ég og útbý pönnukökur fyrir mig og systir mína og svo fer ég að vaska upp. Ég horfi á uppáhaldssjónvarpsstöðina mína sem er “Yummy Channel” og horfi á hana þangað til að klukkan verður ellefu því að þá fer ég í vinnu, nei.. alveg rétt.. ég var komin með stöðurhækkun og fer ekki í vinnu fyrr en kukkan verður fimm.. alveg rétt;) en þá fer ég bara í sápukúlu bað og fer svo aðeins út en þá kemur maður framhjá sem heitir Logi. Við heilsumst og svo förum við að tala saman og ég býð honum inn og við förum að horfa á sjónvarpið. Við horfum þangað til að kukkan verður þrjú því að þá þarf hann heim því að ég ætla að hafa mig til fyrir vinnu. Ég fer í sturtu og á klósettið og allt það og svo kemur bíllinn og ég fer í vinnu og svo kem ég heim svo seint að ég fer strax að sofa.

—–Chloe dagur 4—–

Ég vakna eftir frábæran draum um Carl og mig. Um leið og ég vakna fer ég og býð honum yfir og á meðan að hann er á leiðinni þá fer ég á klósettið og svo kemur hann og við fáum okkur morgunmat og tölum aðeins saman og ég biðst afsökunar og hann fyrirgefur mér. Síðan kyssir hann mig og þá verð ég ástfangin af honum. Ég verð aðeins að slaka á og fer inn í herbergi og relaxa aðeins. Þá kemur hann og við kúrum aðeins en þá kelum við aðeins og svo gerum við “WooHoo” og svo sofna ég og þá fer hann en þá er klukkan orðin tvö og ég þarf að fara að hafa mig til fyrir vinnu. Ég fer í sturtu og svo á klósettið og fæ mér aðeins að borða en þá kemur vinnubíllinn og ég fer í vinnu. Og þá, þegar ég kem heim úr vinnu, þá fer ég beint í rúmið að sofa og sef vært.

—–Lola dagur 4—–

Mig dreymir um svínakótelettur og sykurbollur sem ég borða með Sylviu. En svo vakna ég og hugsa um Sylviu. En þá fer ég og ætla að hringja í hana og bjóða henni í mat en hver í símanum? Auðvitað hún Chloe símalína! Hún er alltaf í símanum að tala við þennan Carl. En þá fer ég bara í hinn símann og hringi en þá er hún í vinnu svo ég borða bara ein. Þegar ég er búin að borða þá hringir síminn og það er hún og hún spyr mig hvort hún megi ekki koma yfir og ég játa því. Við erum orðnar mjög góðar vinkonur en svo allt í einu þá faðmar hún mig en ekki svona vina faðmlag heldur rómantískt faðmlag. En það er í lagi því að mér finnst hún mjög sæt. En þá verð ég dálítið skotin í henni en þá alltí einu kyssir hún mig! En svo þarf hún að fara því að klukkan er orðin fjögur og ég fer í vinnu fimm. Þá fer ég í sturtu fæ mér snöggann mat og fer svo á klósettið og þá er bíllinn búinn að bíða í hálf tíma og er ekki farinn en svo kem ég og þegar ég er búin í vinnu þá fæ ég stöðuhækkun og fer á morgun í vinnu klukkan sjö að morgni til! En ég fer bara að sofa núna því ég er uppgefin!

—–Chloe dagur 5—–

Ég og Carl erum svo náin orðin að mig dreymdi hann í nótt!! Hann er ótrúlega sætur og er svo yndislegur að það er ekki eðlilegt! Þegar ég vakna hringir síminn og það er Carl. Hann biður mig um að koma með sér út að borða eða á date og ég samþykki það og fer ég í sturtu og svo á klósettið og hef mig til á date-ið!! Hann kemur klukkan níu, að morgni til, og keyrir á veitingastað sem er frábær!! Þegar við erum búin að borða fer ég að máta föt. En þá kemur hann inní mátunarklefann og við gerum “Public WooHoo”! svo förum við bæði heim til mín og gerum “WooHoo” og þá er ég mjög glöð en sofna og þá fer hann. En þá er klukkan líka half tvö og ég þarf að fara að hafa mig til fyrir vinnu. Ég fer í sturtu, á klósettið og fæ mér að borða og svo kemur bíllinn og ég fer uppí og svo kem ég heim og er þá komin með stöðu hækkun:) Núna mæti ég alltaf í vinnu klukkan 18 og kem heim klukkan 24. En núna er ég svo þreytt að ég bara verð að fara að sofa. Ég horfi samt aðeins fyrst á sjónvarpið:)

—–Lola dagur 5—–

Jæja.. Eina nóttina enn dreymir mig um hana Sylviu..:) ég er hreynlega ástfangin af þessari konu. En hinsvegar þurfti ég að vakna ofur snemma því að nýja stöðuhækkunin mín byrjar klukkan sjö að morgni til! En ég vaknaði sex og ég þarf að fara í sturtu og á klósettið. Svo er ég óskaplega svöng og verð að fá mér smá pönnukökur. En þegar ég er búin að borða smá þá kemur bíllinn fyrir utan. Ég reyni að drífa mig að borða svo að ég missi ekki af honum en þá er klukkan fimm mínútur í sjö og ég flýti mér eins og ég get og rétt næ honum! En ég kem nú heim klukkan tvö svo að það er léttir. Um leið og ég kem heim legg ég mig til þrjú og hringi svo í Sylviu og býð henni yfir í mat. Hún játar og kemur. Við borðum yndælar samlokur og förum svo að horfa á sjónvarpið. En hún hættir því og þá hætti ég því. En þá fer hún allt í einu í heitapottinn og ég verð auðvitað að gera það líka. En þá vill hún dálítið sem mér finnst of mikið. Hún vill gera “WooHoo”! en ég er ekki fyrir svoleiðs svo að ég neita. En þá verður hún fúl og vill helst fara og hún fer. Þegar hún er farin hringi ég í hana og biðst afsökunar og hún tekur því.. sem betur fer;) en nú er klukkan orðin 6 að kvöldi til og ég ætla bara í sturtu og svo á klósettið og síðan bara að hátta því að ég þarf að vakna snemma í fyrramálið!

—–Chloe dagur 6—–

Þetta var ekki svo góð nótt í nótt:/ ég gat ekki sofnað því að ég var að hugsa um Carl svo lengi og svaf ekki nema eitthvað um þrjá klukkutíma allt í allt! En þegar að ég fór fram fékk ég mér morgun mat, smá Cerios, og fór svo í sturtu og svo á klósettið, auðvitað;). Síðan hringdi ég í Carl og við töluðum saman í tvo heila klukkutíma! En þegar ég var búin að tala við hann gat ég sofnað aftur og svaf í þrjá aðra tíma. Þegar ég vaknaði í annað sinn þá var klukkan orðin hálf tvö. En ég nennti ekki að hringja í Carl núna því að ég ákvað bara að vera aðeins heima. Ég fór hins vegar aðeins út til að fá mér smá frískt loft en þá fór framhjá maður. Hann er mjög sætur og myndarlegur. Við heilsuðumst og hann sagðist heita Aaron. Ég bjóddi honum inn og hann vildi það. Við fórum að tala saman og hann sagði mér að hann væri skildur því að hann sá konuna sína halda framhjá honum og það sást á honum því að hann var alltaf að gráta! En ég sá strax að þetta var ekki maðurinn fyrir mig. Ég vísaði honum á dyr og hann var í öngum sínum! En þá fór ég að hafa mig til fyrir vinnu því að klukkan var nú þegar orðin half fimm. Vá hvað tíminn líður hratt! En ég fór í sturtu, á klósettið, eins og vanalega;) en þegar ég var búin að fá mér kökur á eftir klóinu þá rétt náði ég bílnum! En klukkan var svo ótrúlega margt þegar að ég kom heim að ég var alveg búin á því og varð að komast í rúmið!

—–Lola dagur 6—–

Jæja.. Sylvia hefur fyrirgefið mér en ég verð bara eða mér finnst ég bara þurfa að vera meira ástfangin af henni! En allaveganna þá verð ég að vakna klukkan hálf sex því að ég var að komast að því að það er of seint að vakna sex! En skiptir engu því að ég fer bara í sturtu og svo á klóið. En núna er ég afskaplega svöng svo að ég fæ mér pönnukökur, eins og vanalega;) en svo kemur bíllinn og ég fer uppí og þegar ég kem aftur þá fæ ég stöðuhækkun og byrja núna klukkan þrjú til níu. En ég hringi nú í Sylviu og býð henni út til að bæta skapið í mér. En þá kyssir hún mig og ég svo hana og svo er ég orðin ástfangin! Sko alvöru ástfangin því að áður var ég bara skotin í henni en nú er ég gersamlega ástfangin! Og mér lýður vel! En nú fer ég og fæ mér að borða og hún líka en svo fer hún að máta föt og segir mér að koma með sér og þá vill hún gera “Public WooHoo” og ég játa því af því að nú er ég ÁSTFANGIN!!! En við gerum það og svo fer ég heim og hún til sín en ég er alveg búin á því og legg mig aðeins og fer svo í sturtu og svo á klóið. En kukkan er orðin fimm og ég er allveg búin á því eftir daginn jafn vel þótt að ég hef lagt mig aðeins en það var nú bara korter;) en fyrst fæ ég mér svínakjöt og það tekur um klukkutíma að hafa það til og svo ætla ég að borða það og svo tek ég það til og þá er liðinir tveir tímar síðan að ég fór á klóið þanni að hún er sjö. En ég fer nú bara að horfa á sjónvarpið og hafa það huggulegt og svo.. get ég farið að sofa;)

—–Chloe dagur 7—–

Guð! Ég vakna um miðja nótt til að æla! Mér líður eins og ég sé ólétt eða eitthvað! Ég fer og fæ mér að borða og fer svo aftur að sofa en vakna aftur og sé að maginn minn hefur stækkað! Ég er ólétt! Eftir Carl þegar við gerðum það fyrir nokkru.. á fimmta degi!!! Gövuð!!! Ég er komin á annan dag! Ég fæði á morgun! Jæja.. stay com! En við vorum ekki að reyna að eignast barn! Það gerðist áreiðianlega bara fyrir slysni en ég fattaði ekki að ég var ólétt! (ég, SiBoJo, fattaði það ekki sjálf:S) en ég ætla að eiga það og allt það.. en núna er ég í spreng og verð að fara á klósettið og í sturtu og að horfa á sjónvarpið því mér leiðist! En ég fer til systur minnar og vek hana og segi henni allt af létta og hringi svo í pabba og svo síðast en ekki síst í Carl! Hann verður svo undrandi að ég skelli á og græt og þá kemur systir mín og huggar mig og hún útbýr pönnukökur.. hún er svo góð! En svo verð ég að fara og leggja mig. Ég svef frá níu um morgun til tólf að hádegi. Þá fer ég og les í dá góða stund og fer svo bara á klósettið og svo beint í sturtu og svo æli ég og þá fer ég og fæ mér að borða og horfi á sjónvarpið en fer svo í vinnu og svo beint að sofa.. en ég fékk stöðuhækkun og fer klukkan þrjú í vinnu og kem heim klukkan níu að kvöldi til.

—–Lola dagur 7—–

Ég er vakin af systur minni klukkan fjögur um nótt og þá sagði hún mér þessar fréttir! Hún ætti að passa sig betur! En ég fer og relaxa aðeins í rúminu og á meðan er Chloe að tala við þennan ömurlega Carl! Hann ætti að vera betri við systur mína því að annars fær hann einn á lúðurinn! En auðvitað þarf hann að græta hana! Ég fer og hugg’ana og útbý þá pönnukökur svo að henni líði betur. En svo er klukkan orðin hálf sex! Ég dreyf mig á klóið og svo bara fer aðeins í tölvuna í leik og svo bara korter í sjö er bíllinn ennþá úti og ég hleyp út! Ég rétt næ honum og kem svo heim á slaginu tvö. Þá býð ég Sylviu yfir og hún kemur. En vitiði hvað hún gerði? Hún bað mig um að giftast sér! Eins og að trúlofast! Ég neitaði af því að mér finnst við ekki vera komnar nógu langt og mér finnst ég eiginlega ekki vera “ástfangin” en ég er það.. ég bara vill ekki giftast henni! Í gær hefði ég svo sagt já en ég bara get það ekki.. ég veit ekki afhverju.. ég bara get það ekki. En þá fer hún. Og ég verð leið. En mig langar svo að eignast barn! Ég verð að hringja í ættleiðingarstofuna. Ég geri það og vel mér lítinn toodler. Mér er sagt að ég fæ hann á morgun klukkantíu um morgun. Ég vek systir mína og segi henni það og hún verður alveg agndofa en samgleðst mér. En ég verð að fara að sofa.. góða nótt..

—–Chloe dagur 8—–

Ég er vakin um miðja nótt og er sagt frá ættleiðingunni. Ég samgleðst systur minni en fer svo aftur að sofa. Svo vakna ég og æli eins og vanalega en svo fæ ég hríðir! Ég fæði einn lítinn engil! Það er strákur og hann er geimvera með geimveruaugu eins og ég en með svart hár eins og pabbinn. Ég skýri hann Dave.. Dave Singles. Hann er svo fallegur! Hann er alveg eins og ég nema að hann er með hárið hans pabba síns, alveg svart og flott. En núna kemur systir mín inn og sér litla engilinn. Hún segir að ættleiðingin sé að koma. Hún kemur. Lítill strákur með ljóst hár og er alveg skær hvítur. En svo segir systir mín mér að hún verði að fara. Hún fer í símann og hringir eitthvað ég horfi á sjónvarpið á meðan. Litli engillinn minn sefur:) en núna kemur einhver bíll og hún og strákurinn hennar fara uppí hann. Ég hleyp út og græt og veifa. Hún er farin. Hún er farin. Hún er farin. Dave era ð gráta og ég verð að fara inn og ég fer inn. En það er allt svo tómlegt. Hún er farin. Ég fer snemma að sofa og sleppi vinnu. Hún er farin.

—–Lola dagur 8—–

Ég vakna klukkan hálf tíu um morgun því að systir mín fékk hríðir og fæddi sér son. Ég segi henni að ættleiðingin sé að koma og hún kemur. Það er strákur sem er alveg hvítur með ljóst hár og er svo sætur. Hann heitir Alex. Ég er svo stolt af mér að hafa ættleitt. En nú ég verð að fara. Ég verð því að systir mín er komin með barn og ég líka og við erum orðin fjögur og það er of mikið. Ég verð að fara því að ég ætla að ala þetta barn upp sjálf. Ég fer uppí bílinn og fer. Ég er farin. Alex er farinn. Við erum farin.

…………………………………..

Þessi saga er eftir Catpet

Þetta er svona eins og stutt ævisaga 10 ára stelpu.

Ég man ekki eftir mömmu minni.
Jú annars, fyrsta minningin mín er að svarthærð kona lét mig niður á einhvað hart og meðan hún gekk í burtu kom pabbi og tók mig mjúklega upp, setti mig í rúmmið, kyssti mig og fór.
Svo heyrði ég fullt af hávaða og öskrum.Hitt er allt í móðu.

Pabbi elskaði mig, hann gerði allt fyrir mig en samt fór hann oft í burtu og enhver gömul kona kom.
Einum mánuði fyrir 4 ára afmælis daginn minn kom kona með fjólublátt hár. Hún var með stórt nef og stórar varir, hún var ekki eins og pabbi . Samt fannst mér vænt um hana undir eins.
Hún þurfti aldrei að fara, hún kenndi mér á koppinn, að tala og svo lét hún mig labba smá.
Nokkrum dögum eftir 6 ára afmælið mitt fór hún, en ég hringi stundum í hana.

Ég eignaðist góða vikonu í 4 bekk. Rauðhærða stelpu sem heitir Holly, hún var munaðarlaus og var lamin til að vinna á ættleiðingarheimili.
Við tvær ákváðum að biðja pabba um að leyfa henni að gista og draga það út á langinn, enda vorum við í sama skóla, bekk og bækurnar voru geymdar í skólanum. Pabbi var að byrja með barþjóni svo að hann tók lítið eftir því.

Núna sex mánuðum seinna er barþjónnin sem heitir Whitney, og Holly, fluttar inn. Pabbi og Whitney sáu að einhvað var að og töluðu við okkur, hann fór í heimlsu eftirlit um ættleiðingarheimilið og fann nógu marga galla til að kæra það, börnin sem bjuggu þar voru sett í annað og mun betra ættleiðingar heimili en ættleiddi Holly.
Pabbi og Whitney eru með ágiskun um að Whitney sé með barn undir belti…hvað sem það nú þýðir og eftir um það bil fjóra mánuði eingast ég systkyni.
Ég og Holly erum að komast á gelgjuna og nú líkur þessum kafla af sögu minni.

Sabrina Amore
Litla hvíta húsið í Hillside



Endilega komið með coment og munið að kjósa á mánudaginn.
www.blog.central.is/unzatunnza