Ég fékk mér nightlife leikinn stuttu eftir að hann kom út. Og þegar ég byrjaði ákvað ég að vera bara með eina fjölskyldu svo þetta yrði ekki eins og áður svona endalaust af fjölskyldum sem engin nennir að spila.
Ég byrjaði að gera konu sem ég ákvað að kalla Villice Bruce ;) og kynntist hún fljótlega kalli sem heitir Remington London. Og svo varð hún ólétt. Málið var síðan að Remington er bara ógeðslega ljótur greyið þannig að strákurinn sem þau eignuðust varð svolítið misheppnaður. Ég ákvað að kalla hann Bruce, (þá var nafn mömmu hans orðið Villice London)þannig að hann hét Bruce London. Síðan þurfti Remington að fá áhuga á annari konu og varð ástfanginn af Jill Viiyjakar eða hvað hún hét (man ekki alveg öll nöfnin) þannig að hann flutti út og þá breyttist nafn Villice aftur í Villice Bruce og strákurinn varð Bruce London Bruce, greyið - fáránlegt nafn.
Villice var mjög hamingjusöm, einstæð móðir þangað til að henni fór að leiðast að vera svona ein. Þá kynntist hún slökkvuliðsmanni sem hét *Man ekki nafnið* LeTourneu og varð hún ólétt eftir hann.
Áður en hún varð ólétt eignuðust Remington og Jill dóttur sem heitir Janice.
En já svo eignaðist Villice son slökkviliðsmannsins og heitir hann Mario.
Síðan langaði mig ekkert að hafa með slökkviliðsmanninn lengur þannig að ég fór að leita að nýjum manni fyrir Villice.
Og þá tók ég eftir að einn karlinn í vinum hjá henni var mjög góður vinur hennar þannig að ég lét hana hringja í hann og - one thing led to another - og hún varð ólétt.
Þá hafði ég ekki spilað leikinn lengi.
Síðan eftir smá stund fattaði ég: Ó NEI! þessi karl var Remington! og ég alveg greyið konan! (Það er nefnilega þannig í nýja leiknum að ef fólk verður óvinir þá er eitthvað svona sem er kallað “Tíminn læknar öll sár” þannig eftir smá tíma verða þau vinir aftur) Þannig að núna er hún ólétt eftir fyrrverandi manninn sinn.
Síðan fyrst Remington hélt framhjá Jill þá hélt hún framhjá honum með simsgaur sem heitir Amin. Oooog hún varð ólétt - Meira segja tvíburar! Annar var hvítur eins og Jill, stelpa sem fékk nafnið Lilly Ragnheiður en hinn, Jonah Mirlow, svartur eins og Amin (sem Remington ef hann hefði eitthvað vit í kollinum mundi fatta að væri ekki barnið hans) þannig að nú er ég að reyna að ala upp 6 krakka á sem einhvernveginn eru eiginlega allir skyldir hvor öðrum. :D (Nema Mario og Janice eru ekkert skyld svo ég er að reyna að koma þeim saman)
Váá þegar ég les þetta þá sé ég hvað sorglega ruglað þetta er. Hahahaha ;) :)
en já vonandi eru einhverjir rugludallar eins og ég sem höfðu gaman af því að lesa þetta :);)
Og þegar ég byrjaði ákvað ég að vera bara með eina fjölskyldu svo þetta yrði ekki eins og áður svona endalaust af fjölskyldum sem engin nennir að spila.
en núna er þetta orðið þannig því fjölskyldurnar mínar splittast alltaf upp.
takk fyrir
~ágætlega heilaþvegin Bollasúpa