Nýjasti aukapakkinn ber heitið NightLife og verð ég að segja að hann er mjög góður. Persónulega finnst mér hann miklu skemmtilegri en University.
Nú er komið svokallað DownTown hverfi, eða Miðbæjarhverfi. Þar eru fullt af veitingahúsum, keilusölum, skemmtistöðum og ég veit ekki hvað.
Hægt er að búa niður í DownTown. Ég lét eina konuna mína flytja þangað, hún býr við hliðina á skemmtistað, stanslaust stuð og stutt í djammið.
Áður var ekki hægt að sjá húsin í kring þegar maður lék fjölskyldu. Nú er það hægt. Þú sérð í raun nágranna þína, þú sérð húsin í kringum þig! Prófaðu t.d. að bjóða nágranna þínum í næsta húsi, og horfðu síðan á hann lappa út úr sínu húsi fyrir til þín. Mjög sniðugt og gerir leikinn mun raunverulegri.
Bílar eru komnir inn í leikinn, eins og er, eru fáar týpur í boði en þeir bæta það upp með litaúrvali á bílunum. Á hverjum bíl er hægt að velja yfir 10 mismunandi liti.
Hægt er að byggja bílskúr, leggja bílnum þar eða gera eins og ég… ég gerði bílskúrinn svo stóran að þar er gítarinn, bassinn og trommusettið ásamt bílnum :) Mitt einka garage band :)
Komið er nýtt Aspiration… Pleasure aspiration.. ég vara samt við, það getur verið svolítið erfitt. Þeir sem hafa pleasure aspiration vilja mikið skemmta sér, fara í bæinn og stundum verður maður þreyttur á því.
Stefnumót eru loks orðið mun raunverulegri en þau voru. Nú getur þú hringt og boðið einhverjum á stefnumót… annaðhvort niður í bæ eða bara heim til þín, getur valið hvort þú takir leigubíl eða farir á þínum eigin bíl (ef þú átt einn)
Á meðan á stefnumótinu stendur, geturðu séð hvað hinum aðilinum langar að gera… já þú getur séð hvaða aspiration henni langar að uppfylla t.d. kyssa þig, dansa o.s.frv. og einnig hvaða aspiration hún er t.d. fortune, knowledge o.s.frv.
Svo kemur í ljós hversu skemmtilegt er að fara með þér á date. Ég mæli með því að þið reynið eins og þið getið að hafa stefnumótið skemmtilegt.
Ef stefnumótið fer illa, lætur hinn aðilinn stundum illa við þig eftir stefnumótið. Sem dæmi. Jack fór á stefnumót með Annie, það gekk mjög illa, og hóf hún að stela morgunblaðinu hans, kveikja í poka (fullan af kúk) fyrir utan dyrnar hans Jack o.s.frv. Jack fór á annað date nú með Sarah. Það gekk mjög vel. Daginn eftir kom Sarah með stóran búnt af rósum og fallegt ljóð. Tveimur dögum seinna kom hún og skildi eftir risa gosbrunn fyrir utan húsið hans. Þetta er allt satt, gerðist í alvöru hjá mér. Jack fékk gosbrunn frá Sarah og síðan DJ bás frá Arianna.
Það er svo margt skemmtilegt í leiknum, hægt er að gera woo-hoo í bílnum ;) hægt er að láta taka myndir af sér í svo posavél, veit ekki hvað það heitir á íslensku en það er algjört snilld.
Nú geta simsarnir geymt dót á sér. T.d. lét ég einn simsann minn geyma allt reward dót sem hann hafði fengið, áður en hann flutti og þegar hann flutti í nýja húsið, tók ég dótið og setti það upp aftur.
Það er svo rosalegt margt nýtt, tæki mig nokkra daga að segja frá öllu. Ég tel mig vita allt um sims … eða svona næstum… ef það er eitthvað sem þið viljið spyrja um … endilega spyrjið mig og ég reyni að svara :)
Og já… það eru vampírur í leiknum, þær eru algjör snilld!