Carl Letiza (Heimilisfaðirinn)
Vanessa Letiza (Húsmóðirinn)
Victoria Letiza (Unglingurinn)
Kate Arowana (Vinnukonan)
Þau áttu heima í mjög flottu húsi í Pleasantview og þau voru í kjólum og jakkafötum alla daga og voru frekar tignarleg. Þau voru líka með á heimilinu sér vinnukonu sem hét Kate.
Kate vaknaði á hverjum morgni klukkan sex og bjó til morgunmat handa öllum. Hún þreif allt á meðan allir voru í vinnu og skóla og hún fór og keypti föt á allt heimilisfólkið. Hún var með pínulítið og ljótt herbergi sem var bara fyrir hana.
Carl vann í Buisness starfinu og hann var á hverjum degi sóttur í vinnuna í Limmu. Hann hélt allar veislur og slakaði mest á af öllum sem á heimilinu voru.
Vanessa var húsmóðirin á heimilinu. Hún gerir allt sem tengist því að eitthver hefur miklar þarfir.
Victoria var prinsessan á heimilinu. Hún fékk allt sem hún vildi. Hún lærði en svo gerði hún bara hvað sem hún vildi.
Það byrjaði með því að þau fluttu inn í húsið og Carl og Vanessa fengu bæði frábæra vinnu og allt gekk eftir óskum.
Victoria byrjaði með frekar góðum strák sem hét Mark. Þau fóru sneak out og þau gerðu margt annað saman.
En eftir nokkra daga í nýja húsinu þá varð Vanessa ólétt.
Hún átti barnið og það var strákur. Hún skýrði hann Jude.
Victoria varð fullorðin kona og flutti út í flottara hús með Mark, kærastanum.
Jude varð toodler og allt gekk vel þangað til að vinnukonan giftist. Maðurinn hennar hét Joe. Joe bjó ekki lengi í húsinu. Hann flutti út eftir nokkra daga.
Kate og Joe voru samt alltaf í sambandi og voru oft nætur saman.
Jude varð Child þá og þá hætti ég í stóru Letiza fjölskyldunni.
Ég fór í Victoriu og Mark. Þau fluttu í flotta húsið sitt og áttu yndislegt líf í húsi með gosbruna og sundlaug og heitum potti og mörgum flottum barnaherbergjum.
Það hlaut samt að komast að því að þau myndu trúlofast.
Þau áttu yndislegt kvöld saman. Þau fóru í sparifötin og Mark eldaði humar. Eftir matinn fóru þau að gosbruninum og þá fór Mark á annað hné og bað Victoriu. Þau trúlofuðust og fengu sér góða vinnu daginn eftir. Þau unnu í tvo daga en svo giftu þau sig.
Þau áttu yndislegt brúðkaup og allt gekk mjög vel.
En á Brúðkaupsnóttina þá varð Victoria ólétt. Hún fór í meðgönguorlof í vinnunni en Mark hélt áfram að vinna. Þrír dagar voru liðnir og Victoria og Mark fóru að sofa.
Líklegast um nóttina þá fæðir hún barnið/börnin. En ég hélt ekki áfram með fjölskylduna.
Ég kem ábyggilega með framhald.
En þá er komið að Joe. Hann svaf hjá hverri sem var. Hann hélt stórt framhjá Kate. Vesalings Kate!
Lastu Þetta?..