Rick Garrison og unglingsdóttir hans, Kimberly Garrison fluttu í lítið þorp uppí fjöllum sem hét Royal Mountains.
Kimberly gekk vel í skóla og var hæst í sínum bekk með A+ í einkunn og Rick var himinlifandi!
Rick gekk líka vel í vinnuni sem lögreglumaður og að lokum þá flaug hann í vinnuna, hann var svo fær.
Eftir að hafa búið þarna í nokkurn tíma þá fullorðnaðist Kimberly og flutti út og stofnaði sitt eigið heimili í litlu snotru húsi þar rétt hjá.
Fyrir eitthverja stórskrítna töfra þá fór hún að eldast miklu hraðar (ég svindlaði óvart þannig að ég klikkaði á “set to birthday”).
En henni hafði alltaf langað svo mikið í barn svo hún ákvað að drífa í því áður en hún yrði of gömul til þess, svo hún varð ólétt.
Meðgangan gekk óvenju hratt fyrir sig og að lokum eignaðist hún…litla græna stúlku.
Þetta var að sjálfsögðu mikið sjokk en Kimberly varð að sætta sig við það…hún hafði eignast geimveru.
Stúlkan var skírð Darla, hún hafði stór svört augu, brúnar fléttur og grænan húðlit eins og geimverum sæmir.
Svo var komið að því…Kimberly varð gömul.
Hún bakaði oft kökur fyrir Dörlu og spilaði á píanóið sitt.
En svo kynntist hún yndislegum manni, Robert…þau urðu strax ástfangin og Robert flutti inn.
Eftir nokkurn tíma þá trúlofuðust þau og giftust í leyni á meðan Darla var sofandi.
Robert varð eins og faðir Dörlu þrátt fyrir háan aldur og Darla elskaði hann og Kimberly sem foreldra sína.
Svo byrjaði Darla í grunnskóla, hún hafði því miður bara C í einkunn en ætlaði sér að bæta það.
Svo víkur sögunni að Rick,pabba Kimberly…hann bjó nú bara einn á tímabili en einn daginn hringdi hann í vin sinn, Tom Wright og þeir skemmtu sér vel við að horfa á sjónvarpið.
En það var önnur ástæða fyrir að Rick hafði hringt í Tom…hann þurfti að játa nokkuð fyrir honum.
Hann var skotinn í honum…það kom í ljós að Rick var samkynhneigður.
Sem betur fer leið Tom eins og Rick og þeir keluðu í sófanum heillengi.
Svo spurði Rick hann alltíeinu hvort hann vildi ekki bara flytja inn, Tom þáði það með þökkum og svo liðu nokkrir dagar.
Tom hafði samviskubit, hann var giftur annarri konu sem hét Veronica og átti dóttur með henni, Karen.
Hann hringdi í þær og bauð þeim í heimsókn, þær þáðu boðið og skömmu síðar komu þær.
Þær ákváðu að flytja bara inn og Tom varð loksins ánægður.
Það var aðeins eitt vandamál, Tom elskaði Rick og Veronicu…
Og ég er ekki komin lengra…er að plana að láta Veronicu eignast geimveru líka og láta Dörlu og hina geimveruna stækka og búa til geimveru fjölskyldu.
Þetta er nú samt soldið ruglingslegt, Rick er fullorðin og á dóttur sem er eldri en hann og tengdason sem er líka eldri en hann.
Ég held ég láti Rick flytja í annað hús með Dörlu, það er soldið fáránlegt að láta Kimberly og Robert ala Dörlu upp.
En vitið þið hvernig ég get gert fólk yngri en það er? T.d. ef einhver er fullorðinn þá meina ég að gera hann ungling aftur?
The elexir of life virkar ekki þannig, hann bætir bara dögum við lífið en gerir mann ekki yngri, langar svo að gera Kimberly og Robert aftur ung til þess að þau geti alað Kimberly upp sem foreldrar en ekki amma og afi :S