Allt í einu byrjaði hann að flirta við ráðskonuna(maid). Eitt leiddi að öðru og fyrr en varir voru þau að kyssast. Hann bað hana um að vera nóttina og hún samþykkti það. Um kvöldið gerðu þau woo hoo í heita pottinum.
Daginn eftir fór hún heim til sín en kom eftir klukkutíma að þrífa heima hjá Ernie. Þá fór hann og talaði við hana um gærkvöldið. Þegar hún var búin að þrífa bað hann hana um að vera nóttina aftur og hún játaði.
Þau gerðu ýmislegt um kvöldið (sem ég er ekki að fara að lýsa fyrir ykkur!) Um morguninn fór hún og kom aftur seinna um morguninn. Þá bað Ernie hana um að flytja inn til sín. Hún sagði já og Ella flutti inn með 200.000 sims peninga.
En næsta dag þá bað Ernie Ellu um að giftast sér. Hún sagði já.
Næsta dag giftu þau sig. Og þau fóru í brúðkaupsferð.
Kvöldið þegar þau komu heim þá gerðu Ella og Ernie Woo hoo aftur. Þá varð Ella ólétt og það af tvíburum.
Tvíburarnir voru báðir strákar og þeir hétu John og Mark.
Allt gekk eins og í sögu þar til Ernie ákvað að fá sér vinnu. Þá var hann auðvitað ekki heima með strákunum. Þegar strákarnir urðu Toodler þá var pabbi þeirra ekki heima en hann kom of seint í vinnuna þann dag og varð rekinn.
Ernie átti erfitt með að finna sér aðra vinnu þar sem það voru mjög lélegar vinnur bara í boði. En fyrir heppni fékk hann mjög góða vinnu sem vísindamaður.
Mark og John uxu úr grasi og urðu táningar. Þá kom það í ljós að Mark var hommi. Þá leitaði hann karlmanns en John kvenmanns. Þegar þeir urðu báðir fullorðnir þá giftist John kærustunni sinni. Þau eignuðust lítið barn sem hét Tina. Mark og kærastinn hans ætleiddu barn sem hét Heidi. Ernie og Elle urðu gömul og þau dóu á endanum.
En ég hélt ekki lengur áfram með strákana en þegar ég hætti þá var konan hans Johns ólétt!
Lastu Þetta?..