Ég bjó til Long-fjölskylduna og bjó til konu og karl, Elizabeth og John. Ég bjó til rosalega flott hús (svindl) á tveimur hæðum og John fékk vinnu í þing-dæminu.
Þau trúlofuðust, giftust og eignuðust svo tvö börn sem ég skýrði James og Jynn. James varð unglingur og ég sendi hann í college og er ekki búin að gera neitt meira með hann. En eftir að James var fluttur í college byrjaði John að reyna við Brandi, einstæða þriggja barna móður. Að lokum svaf hann hjá henni og einn af strákunum hennar kom að þeim sofandi saman en Elizabeth veit ekkert.
Jynn fór í háskólann og leigði hús með tveimur strákum sem hétu Payton og Spencer.
Payton hafði verið ættleiddur af Jonathan Arvery og George Marilyn (bjó til sögu um þá sem hét smá spil í the sims 2).
Saga Spencer var örlítið flóknari en hann hafði verið ættleiddur sem toddler af Andreu S. Anderson sem var gömul ekkja. Spencer fékk mikið creativity sem toddler en þegar hann varð krakki kom dauðinn til að sækja Andreu því að ævidagar hennar voru búnir.
Spencer var næst ættleiddur af Mary-Sue sem að var nýskilin við eiginmanninn sinn, David eftir að hún komst að því að hann hélt framhjá henni með hreingerningarkonunni.
Mary-Sue fékk sér vinnu hjá hernum og Spencer stóð sig vel í skólanum og varð enn betri að spila á píanó.
En Mary-Sue vann svo mikið að hún gleymdi að borða og dó. Spencer var aftur tekin í burtu og komið á munaðarleysingjahælið.
Því næst var Spencer ættleiddur af Brandi LeTournaude. Hann hélt áfram að læra á píanó og standa sig vel í skólanum og varð að lokum unglingur. En þá kviknaði í þegar Brandi var að elda og hún dó.
Spencer kláraði að fylla creativity-ið hjá sér en fór svo í háskólann.
En áfram með þremenningana. Payton og Jynn byrjuðu saman og trúlofuðusten Jynn byrjaði að halda framhjá með Spencer.
Payton komst að lokum að því, brjálaðist og hætti með Jynn og ógilti trúlofunina.
Jynn og Spencer voru hamingjusöm í talsverðann tíma en þá byrjaði Jynn að halda framhjá með Payton. Payton var einnig byrjaður að tala mikið við Elizabeth, mömmu Jynn í gegnum síma og orðinn mjög góður vinur hennar.
Það komst upp um framhjáhaldið hjá Jynn en hún byrjaði aftur með Payton og þau trúlofuðst aftur.
Þau útskrifuðust öll með glans og Spencer flutti fyrstur út.
Payton hélt útskriftarpartý en bauð bara Elizabeth. Jynn var sofandi á meðan partýið var en í því byrjuðu Elizabeth og Payton að kyssast á fullu og fóru svo saman í heita pottinn. Þau ætluðu að gera það en þá var partýið búið og Payton breyttst í fullorðinn og þurfti að flytja í burtu. Jynn útskrifaðist stuttu seinna og hún og Payton fluttu saman í talsvert stórt hús á tveimur hæðum.
Jynn varð ólétt og eitt kvöldið þegar hún var sofnuð í sófanum bauð Payton Elizabeth til þeirra.
Þau byrjuðu að kyssast og gerðu það að lokum en Jynn vaknaði því hún þurfti á klósetið og kom að þeim í miðjum klíðum.
Jynn brjálaðist og skildi við Payton sem flutti inn til Elizabeth.
Þau gerðu það hjá henni þegar eiginmaðurinn, John var farinn í vinnuna og nú er Elizabeth ólétt.
Jynn byrjaði aftur með Spencer og núna eru þau búin að eignast dóttur sem heytir Jolene. Jolene veit ekki hver alvöru pabbi hennar er en hún hefur aldrei hitt hann.
Kannsk kemur framhald þegar ég spila meira.