Orwegen


Trish Dorwen gekk inn í húsið þar sem hún ætlaði að vera öll fjögur háskóla árin sín.
Um leið og hún steig inn hugsaði hún:
,,Á ég að vera hér?” En hún hafði ekki efni á öðru. Hún yrði að sætta sig við að lifa á óhreinum og hræðilega ljótum stað ásamt öðru fólki. Til skemmtunar hafði hún þó valið nafnið fyrir heimavistina og hét hún Orwegen. Trish var svolítið dökk að hörund en þó ekki alveg svört. Hún var með ljóst hár og blá augu. Makmið hennar var að eignast vini. Auk þess vildi hún komast í leynifélag.
Rétt á eftir Trish kom strákur að nafni Ryan Cichano. Hann var svartur að hörund og með dökkblá augu. Hann hafði sama markmið og Trish.

Tvær stelpur sem hétu Alicia Davidsson og Tracy Segerfeldt bættust í hópinn á vistina og einn strákur sem hét Ville Garpheden?
Trish og Ryan fengu sér herbergi hlið við hlið beint á móti útidyrunum en hin þrjú þurftu að fá herbergin sem voru minni og lengst til vinstri. Þar voru einnig tvö baðherbergi fyrir stráka og stelpur. Lengst til hægri var eldhús þar sem Ludde, gamall karl með ístru og oftast veikur í bakinu og hnjánum eldaði. Frekar sóðalegt og ljót eldús fannst Trish. Hinu megin var “stofa” eða það sem átti að kallast stofa. Þar var lítið sjónvarp og og drullugur sófi og einhverjar bókahillur og fleira. Trish átti nú ekki mikinn pening en splæsti í nýjan sófa, sjónvarp, eitt skrifborð, tölvu og tvo skrifborðstóla og einn skrifborðslampa ásamt Ryan sem var nú orðinn ágætist vinur hennar.

Eftir dálítið spjall þeirra ákváðu þau að velja sér námsgrein. Trish langaði mikið til að verða listakona þegar hún yrði fullorðin svo hún valdi sér list eða kúnst.
Ryan ætlaði að verða læknir svo hann valdi sér náttúrufræði.

Fyrsta daginn fóru þau að læra og reyna að fá svolítið háar einkunnir eða meiri lærdóm. Þau fóru líka á sitthvoran fyrirlesturinn.
Næstu dagar voru eins. Þau töluðu svolítið saman og lærðu og svo fóru þau að fyrirlestra.
Eftir nokkra daga voru þau orðin pínu skotin í hvort öðru, þau fóru svo í Spa-gymet sem var ný ræktarstöð þarna í hverfinu.
Eftir þetta fóru þau að vera aðeins grófari og kysstust smá og svo voru þau bestu vinir.
Eftir nokkra lærdómsfulla, erfiða, viðburðaríka og vinadaga kom að lokaprófinu. Trish og Ryan voru nú orðin kærustupar og komin með rautt hjarta. Þau fóru í lokapróf og höfðu bæði skrifað ritgerð. Þegar þau komu heim úr lokaprófinu kom í ljós að þau hefðu bæði náð því og fengið 1200 SiMs-$. Þau urðu svo ánægð og súperheit að þau höfðu rómantískt kvöld og enduðu í rúminu.

Aðrir lærdómsfullir dagar liðu og nú voru þau að koma að öðru lokaprófi. Þau náðu aftur frábærri einkunn og fengu bæði 1200 SiMs-$. Endaði kvöldið alveg eins og síðast.
Þegar þriðja lokaprófið var búið með nákvæmlega sömu frammistöðu bað Ryan Trish og hún sagði já. Nú voru þau trúlofuð.

Í byrjun þriðja árs þeirra fór hugur þeirra að reika að öðru en vinum. Trish vildi eignast fjölskyldu og Ryan eignig. En Trish eigaðist samt vini og kynntist hún , Hedvig Huffelberg sem var í leynifélaginu Tri-Var. Þær fóru að hittast oftar og loks spurði Trish hvort hún mætti vera með í leynifélaginu. Hedvig kallaði þá á hinar tvær í leynifélaginu þær Brittu Snorkig og Tessan Sundvall og Trish fór að kynnast þeim betur. Eftir fimm klukkutíma ákváðu þær í Tri-Var að leyfa henni að vera með.
Eftir tvo daga voru Trish og Britta góðar vinkonur en Trish átti eftir að kynnast Tessan betur.

Þegar leið á þriðja árið, Trish og Ryan búin að trúlofa sig og Trish komin í leynifélg fór Trish að vera aðeins meira með vinkonum sínum. Ryan reyndi því að eignast vini og reyndi að komast í leynifélagið Urele-Oresha-Cham eftir að hann hafði hitt Kevin Biorn sem var í því leynifélgi. Því miður tókst það ekki en hann hvarð ágætir vinur Jespers Ruben sem einnig átti sinn stað í Urele-Oresha-Cham. Ryan fór því að vera svolítið með honum og voru þeir bestu vinir á endanum. Trish var mikið með Hedvig og Brittu en svo fór hún í bæinn með Tessan og þær urðu vinkonur.

Lokaprófið kom og eftir frábærar einkunnir hjá báðum enduðu kvöldin eins.

Eftir að þau bæði komust á fjórða ár fór Trish í búð með Hedvig og keypti sér ný föt til að geta breytt aðeins til.
Ryan hafði reynt að komast aftur í leynifélagið og tókst honum það. Hann var nú að reyna að vera vinur allra í leynifélaginu. Jepser var orðinn besti vinur hans og Kastor Nova ágætur vinur hans.

Þegar fyrsta lokaprófið á fjórða árinu var lokið endaði kvöldið eins og vanalega. Trish og Ryan áttu nú bara eitt lokapróf eftir.
Nú liðu dagarnirnir þannig að bæði Trish og Ryan gerði sig klár fyrir lokaprófið og höfðu að auki rómatískarstundir saman.

Trish var fyrst til að klára lokaprófið og það á glæsilegan máta. Núna þurfti hún bara ða bíða í 72 tíma eftir að fá skirteinið sitt. Ryan kláraði eignig lokaprófið með frábærum árangri og fór að skemmta sér og hitta nýtt fólk.
Trish fékk skriteinið sitt eftir um tvo daga og sömuleiðis Ryan. Trish flutti á undan honum út og kom sér fyrir í ágætlega stóru húsi. Eftir nokkra stund kom Ryan á eftir henni og þau búa nú saman.