Þetta er kannski dálítið ýkt í byrjun. Ég vildi bara krydda aðeins upp í þessu og gera þetta einhvernveginn öðruvísi. Þessi byrjun gerðist ekki í leiknum en hitt gerðist.
Bið ykkur að afsaka allar villur, stafsetninga sem innslátta.
Nika Soreno
Eftir þau hræðilegu mistök að trúlofast Mason Edrona, búið hjá honum og sofið hjá honum. Eftir þau hræðilegu mistök að hafa nokkurn tímann hafa verið ástfanginn af honum eftir það sem hann gerði mér. Ég var ekki í neinni ástarsorg. Ég elskaði hann ekki. Hann hafði notað mig og svikið mig. Allt það sem var hægt að gera til að særa unga konu sem var að byrja framtíðina.
Eftir þessi mistök fór ég frá honum. Ég var hjá foreldrum mínum í nokkra daga en flutti svo út, flutti í glæsilega byggt hús sem var hvítt í nánast alla kannta. Ég var svo mikið fyrir skæra liti þar sem ég sjálf var dökk að hörund. Oft hafði ég lent í því að hafa talað við einhverja á netinu og þegar loksins þeir dagar rinnu upp að ég myndi hitt þá, var það eina sem hindraði þá. Þegar þeir sá mig hættu þeir strax við. Kynþáttahatarar hugsaði ég. Þetta hverfi sem ég hafði búið í var hræðilegt en ég ákvað að flytja upp í sveit. Veronavik hét hún og þar var þetta yndislega hús sem var hvítt. Hvítt eins og snjórinn sem ég hafði verið svo hrifin af á yngri árum. Dásamlega húsið mitt sem ég myndi ráða yfir.
Ég heiti Nika Uny Soreno og hér byrjar saga mín.
Fyrsti dagurinn var alveg frábær. Ég skoðaði mig um í húsinu mínu og fékk mér vinnu í íþróttum, sem var alveg frábært þar sem ég þénaði fé fyrir að skemmta mér í áhugamálin mínu. Ég hafði löngun fyrir vini. Vinir skiptu mig mestu máli. Ég hafði lært það af pabba mínum að virða skoðanir vina minna og vináttan væri miklvæg.
Þess vegna fór ég að leita á netinu eftir nýjum vinum sem bjuggu í Veronavik. Ég hitti nú ekki marga og þess vegna fór ég að synda í stórri sundlaug sem ég hafði keypt.
Dyrabjallan hringdi. Ég hafði fengið mér að borða eftir sundið. Ég fór og svaraði. Þarna var fullt af fólki að bjóða mig velkomna í hverfið. Ég heilsaði því og talaði við það. Mér leist best á Katrínu Friends. Ég bauð henni inn og sagði bless við hitt fólkið. Hún sagði mér að hún væri að fara að giftast og væri bráðum Katrín Adrona. Við spjöllðum lengi saman alveg fram á kvöld en þá þurfti hún að fara. Ég fór í sturtu og á klóstið, gaf fiskunum mínum mat og svo fór ég að hátta mig. Þegar ég skreið upp í rúm og var að fara að sofna hugsað ég með mér að þetta myndi allt saman fara vel á þessum nýja stað í Veronavik.
Ég vaknaði snemma og fékk mér morgunmat. Vinnubíllinn minn færi alveg að koma og ég þyrfti að vera tilbúin. Ég fór í sturtu og á klóstið og henti dagblaðinu. Ég las það aldrei. Vinnubíllinn kom alveg á mínútinni þegar ég var tilnbúin. Hvað hann var subbulegur og ljótur. Vonandi fengi ég stöðuhækkun og gæti skipt um bíl.
Ég kom heim úr vinnunni. Ég hafði fengið stöðuhækkun en því miður þurft að vera með sama ljót bílinn. Hins vegar hafði yfirmaður minn sagt að ef ég væri mjög dugleg og kæmist í gott form og væri í mjög góðum húmor í vinnunni fengi ég kannski fleiri stöðuhækkanir og kæmist þá kannski í betri bíl. Þess vegna fór ég strax í sundlaugina og fór að æfa og æfa.
Eftir æfingarnar fékk ég mér eitthvað að borða. Svo hringdi ég í Katríni og bauð henni yfir til mín. Hún þágði það. Við spjöllðum mikið saman og um margt. Þegar kvölda tók kvöddumst við og ég hélt áfram að æfa mig en svo var ég orðin svo þreitt að ég fór að sofa.
Ég vaknaði um morgunin frekar snemma. Ég fór að borða og fór svo út í sundlaug að æfa mig. Það gekk vel og svo kom vinnubíllinn og ég fór með honum.
Svna liðu tveir dagar og ég var komin með fleiri stöðuhækkanir. Ég hafði líka hitt nýja vini. Regina vann við írþóttir eins og ég og hún var orðin besta vinkona mín eins og Katrín. Ég hafði kynnst Black fjölskyldunni á netinu og þekkti Sharon best. Hún var unglingur. Öll Black fjölskyldan í heildinni voru Bruce og Nora sem voru hjón og áttu Sharon og Penny Yru. Eitt áttum við öll sameiginlegt að við vorum öll dökk að hörund. Það var gott að eiga svoleiðis vini. Reyndar hafði ég eignast einn svoleiðis í viðbót en það var Magnus Simhed, en ég hafði ekki kynnst honum mikið ennþá svo ég ákvað eitt kvöldið að bjóða honum yfir og kynnast honum. Hann kom með vin sinn með sér Scare Babero. Við töluðum lengi saman en svo fór Scare heim og ég og Magnus vorum ein eftir. Hann var nú frekar sætur. En í alveg hræðilegum fötum. En það var nú hægt að gera eitthvað í því. Ef maður vildi.
Ég fór að daðra aðeins við hann. Fljótlega vorum við bæði svolítið skotin í hovrt öðru. Ég fór að kyssa hann á kynnina og svo mjúkt á varinar. Skyndilega fóru þessir kossar að breytast í rómantíksa kossa og við vorum orðnir bestu vinir og með rautt hjarta. Við fórum að kyssast meira og meira og alvarlegra og alvarlegra. Við fórum í rómantískapottinn sem ég hafði keypt og vorum þar í nokkurn tíma. Síðan endaði það eins og það gat endað. Eftir það kvaddi ég hann og fór að sofa. Ég var pínulítið hrædd en ég elskaði hann og nú vorum við saman.