Í Sims University fara simsararnir þínir í háskóla með það markmið að velja braut og útskrifast (og skemmta sér talsvert í leiðinni). Þegar simsinn þinn fer í háskóla fær hann nýtt lífsstig sem er á milli þess að vera unglingur og fullorðins sims og þegar hann útskrifast breytist hann í fullorðin sims.
Þú byrjar á því að velja eina af 11 mögulegum brautum til að fara á og ef þú útskrifast frá einni af þessum brautum opnast 4 nýjir atvinnumöguleikar. Þú átt heima á heimavist með fullt af öðrum simsköllum og gistir í herbergi með herbergisfélaga þínum. Þú verður í háskólanum í 4 ár og þú getur ráðið hvort þú ætlar að læra eins og brjálæðingur og útskrifast með stæl eða vera í endalausum partýum fram á nótt. En eins og í alvörunni verður þú að standa þig og taka próf reglulega. Þegar þér er svo farið að vanta pening getur þú náð þér í vinnu með skólanum eða tekið meiri áhættu og t.d. farið að falsa peninga . Þú getur líka spilað ásamt fleirum í skólahljómsveit og það verða ný hljóðfæri möguleg í leiknum t.d. trommusett, gítar o.fl.
Það verður sér hverfi fyrir háskóla og þú getur búið til þinn eigin skóla og breytt þeim sem eru þegar í leiknum. Þú getur líka hringt í vini og fjölskyldu þína úr gamla hverfinu og jafnvel fengið þau í heimsókn.
Jæja þar sem það er mjög lítið búið að fjalla um þetta allt saman hef ég ekki meira að segja, vona að þið höfðuð gaman að :)
Og plís engin skítaköst um hvað sims sé ömurlegur leikur o.s.frv!
-If olive oil is made out of olives and corn oil is made out of corn then baby oil is made out of….OMG!