Ókí.. hér kemur saga af konunni Anna Grant og ævintýri hennar..
—————
Ég vil taka það fram að þetta gerist í The sims duluxe edition,
house party, hot date, on holyday, superstar & maikin' magic.
—————
Þið sims fíklar vitið að þegar að maður er í build mode og er að kaupa hluti í húsið sitt.. þá er hægt að velja þrjá hringi.. ef þið farið í þá og kaupið svona logic einhvern vegin vísindadót og maður fær t.d. blátt þá líður manni vel og ef maður fær rautt þá verður maður in love eða ástfangin af einhverjum og gagnteikið. Við köllum þetta bara tækni í sögunni af því að ég man ekki hvað það heitir.
—————
En nú hefst sagan…:
—————
Anna Grant var að skoða nýja húsið sitt þegar að hún sá að í einu horninu var fullt af tækni svo að hún ákvað að prófa þau.
Eftir mikil erfiði var hún komin með 10 af 10 logic skills og var orðin mjög fær á þessari svo kölluðu tækni.
En einn daginn kom rautt. Það var nýtt svo að hún ákvað að prófa.
Hún drakk það og þá var hún orðin ástfangin af manni. Hann hét Gunther Goth Sr en núna Gunther Grant. Þau kysstust og svona og svo bað hún hann um að giftast sér og hann sagði já. Svo að þau giftust.
Jafn vel þó að hún væri gift fór hún samt í tæknina og var að brugga eithvað og það kom aldrei aftur rautt. Svo leið ekki að löngu uns hún var orðin leið á að hafa mann og saknaði þess að vera ein. Þá ákvað hún að hringja í sérsmíðara og láta smíða fyrir hana lítinn kofa og setja í hann flugvöld. Henni datt í hug að þegar að maðurinn hennar myndi koma heim úr vinnunni myndi hann kveikja í honum. En hún bað sérsmíðarana að um leið og hann færi inn þá myndu þeir taka hurðina og setja steypu í og hún ætlaði að láta vera mjög hátt hjá sér ins og t.d. hátt í sjónvarpinu og í útvarpinu og meiru svo að hann myndi ekki fatta hvað væri að gerast. Það virkaði og hann dó.
Svo löngu eftir það fékk hún aftur rautt. Þá var það frægur maður með 5 stjörnur og þau urðu saman og svo bað hún hann um að giftast sér og hann sagði já. hann hét Hugh Somebody en nú Hugh Grant;) (það er satt!).
Hún vildi ekki drepa hann strax því að hann var frægur og fékk 2 Simmy verðlaun. Svo leið ekki að löngu uns Hugh spurði Önnu hvort hún vildi eignast barn og Anna svaraði játandi og það varð stelpa sem hét Sarah. Hún var svört eins og pabbinn og líktist honum aðeins meira.
En svo fannst henni Önnu þetta ekki lengur skemmtilegt svo hún fór aftur að vinna í tækninni og var að reyna að fá rautt til að láta hann Hugh verða afbrýðissaman.
Á endanum fékk hún rautt og það varð Elden Hick, nú heitir hann Elden Grant. Hún spurði hann um að giftast sér og Elden sagði já og eftir smá tíma og slagsmál leist henni Önnu ekki legnur á blikuna drap þá með sama hætti og hún drap Gunther.
Þá urðu þær mæðgur einar eftir og hún Anna vildi gleðja Söruh og gaf henni 2 dreka. Annar var gulur og hinn fjólublár. Þeir voru mjög glaðir og spúðu aldrei eldi því að það var alltaf til nóg að borða (blóm) og social-ið þeirra var gott því að þeir voru alltaf að leika sér saman.
En Sarah varð mikill galdra maður og gerði fullt af barna-göldrm og varð meira að segja betri en Anna í þeim.
En allt er gott sem endar vel. Og endirinn í þessari sögu var þannig að það voru komnir þrír legsteinar í garðinn og Anna hirti þessi tvö Simmy verðlaun og Sarah varð besti barna-galdramaður sögunnar! Hún galdraði sér vini og þegar að hún var einmana fékk hún sér ósýnilegan vin!
Svona endaði þessi saga.