Nú í gær þá labbaði ég niðrí Elko og kjepti mér norkst eintak (en leikurinn sjálfur var að sjálfsögðu á ensku.) Nú ég, sem að hef ekkjert spilað Sims neitt sérstaklega í gegnum tíðina og hætti nánast alveg í mótmælaskyni við makin' magic. Nú ég hélt að þetta yrði bara einsog enn einn öjkapakkin en því er fjarri lagi:
Margir nýjir fídusar er í þessum og leik og einn sá skemmtilegasti þeirra er “wants and fears” eða: “þrár og áhyggjuefni” og hann virkar þannig að þegar þú býrð til nýjan sims þá velur helstu þrár þeirra í lífinu, maður gjetur valið um þörf um velgengni í starfi, ástum, ,visku, vinsældum eða að fá stóra og góða fjölskyldu. Nú svo í gegnum leikinn þá verður maður að gera það sem að maður getur til að uppfylla þessar þrár, sem að birtast sem myndir á “þráa og áhyggjuefna” stjórnborðinu og þær geta til dæmis verið að ef simsinn er skotinn í einhverjum verið “Kiss Stelpusims” og kerfið er mjög gott og passar alltaf vel fyrir hvern Sims. Nú, svo á maður að uppfylla þessar þrár áður en að Simsarnir deja úr elli og fara ofan í krukku. (Sem að er fýdus sem ég tala um á eftir.)Og því fleiri þrár sem maður uppfyllir, því fleiri þráar stig fær maður, sem að getur á endanum notað til að kaupa fullt af dóti.
Nú, í þessum leik gjeta Simsarnir elst, og það er mjög gaman að sjá hvernig líf simsans þíns þróast frá ungbarni í gamlan kall, en maður saknar þó þess að geta ekkji haft suma kannski fullorðna að eilífu eins og í The Sims og það finnst mér stærsti galli leiksins, þó svo að hægt sé að nota svindl og taka þetta af. Nú æviskeiðin eru nú orðin fimm og það finnst mér stórkostlegt þ.e. semsagt ungbörn, börn, unglingar (sem að erfitt er að stjórna :P), fulllorðnir og gamlingjar.
Sims byggingar-kerfið í þessum leik er stórkoslegt og ekkjert sérstaklega flókið og maður getur gert nánast hvern sem er (með alltakmörkuðu fataúrvali) og það sem meira er, útkoman getur verið frekar raunvöruleg (fyrir utan það að það vantar krullur, og þá get ég ekkji gjert sjálfan mig, shame on you maxis.)Svo er allt þetta gamla draslerí sem að við þekkjum úr okkar ástkæra sims eins og, Neat, Active og allt það. Og svo að sjálfsögðu er hægt að velja þrár. Nú þegar maður er búinn að gjera heila fjölskyldu er annar nýr og raunsær fýdus sem að er fjölskyldutréð, þá verður maður að tengja fólk saman og gjera foreldra og börn og tengja saman á viðeigandi hátt. (Mjög óþolandi í The Sims þegar einhver varð ástfanginn af systur/móður sinni…)
Nú, nýtt og skemmtilegt húsakerfi er komið en þó er það skuggalega líkt hinu gamla.(En hey, gamla var æði, hví að breyta því!?) En nýrra og skemmtilegra er það að maður þarf að búa til sín eigin towns, og setja lóðir og hús (áður en simsarnir flytja inn) í bæjinn.
Nú hellings mikið af hlutum er þarna og er mjög gaman að spila þennan leik (ég á frænda sem hataði þann upprunalega en hann er að fýla 2 í botn.)
Nú, ég veit að það eru mikið fleiri fídusar í leiknum en tími minn er hér á þrotum kominn og svo hef ég hreinlega ekkji spilað hann nógu mikið til að vita alltum allt, vonandi fannst ykkur þetta skemmtileg lesning (þrátt fyrir brenglaða íslensku.) Og nú mana ég alla til þess að fara að köjpa þennan leik, simsarar eða ekkji því að hann er æði og þannig er nú bara það.
-Hacki
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi