Eins og einhver ykkar hafa eflaust gert keypti ég mér Sims 2, og í þeim leik gerði ég eina fjölskyldu og nefnist hún Hazard. Fjölskylda þessi samanstendur af þrem einstaklingum: Jack, endurgerður úr fyrri Sims leiknum og aðalguttinn; Yukatsu, sambýlismaður Jacks og lifir fyrir hernað; Celesta, dóttir Yukatsus á táningsaldri. Sagan er hægt að segja afar stuttlega, eða í lengra lagi, en ég vil segja þetta í meðallagi.
Jack Hazard, ásamt félaga sínum, Yukatsu, og dóttur hans, Celesta, fluttu í lítið hús í Veronaville þar sem Jack fékk sér vinnu sem glæpamaður og Yukatsu fékk sér vinnu í hernum. Báðum gekk nokkuð vel í vinnunni og voru búnir að fá nokkrar stöðuhækkanir. Celestu gekk í upphafi ekkert sérlega vel í skóla, en tók sig síðan á og gekk vel.
Síðan átti sér stað atburður sem eyðilagði þetta rólega líf þessa þremeninga. Þökk sé slæmri dómsgreind Yukatsus var hann lækkaður í tign all verulega. Sá atburður, þó það sýndi sig ekki strax, olli því að Yukatsu hætti að borða og tala við nokkurn. Hann fór að sjá ofsjónir, eineygð kanína sem var gaman að slást við.
Loksins, degi áður en Celesta komst í fullorðins tölu, var Yukatsu á ferð um bakgarðinn, líkt og hann hafði verið að gera upp á síðkastið, og lést.
Auðvitað var Celesta harmi slegin, og Jack nýtti sér það og á afmælisdegi hennar bað hann hana að giftast sér. Daginn eftir það giftu þau sig í garðinum og eru í dag mjög hamingjusöm.
Gröf Yukatsus er ennþá í garðinum.