
Ég fer í search og leita að mp3 fælum í tölvunni minni, og finn ég ekki þessa líka fínu fæla, tónlistina í sims. Ég er nú lítill simsari, en bróðir minn er oft í þessu sjáiði til. Og viti menn, hún er bara alls ekki slæm!
Þetta er margs konar tónlist, rokk og jass og sól, og ýmislegt, en náttúrulega allt með skemmtilegum bulltexta:) sabbadda dabba baba, sjúllí súllesúllesúll!
En maður kemst bara í þokkalegt stuð við að hlusta á þetta, og ég held ég ég geti bara alveg láti mér lynda þetta í þau skipti sem bróðir minn rífur hina tölvuna með sér á lan.
Mér langaði bara að shera með ykkur þessari hugmynd minni ef ykkur vantar eitthvað til að hlusta á:)
Bestu kveðjur
inga ausa