Mig langar bara aðeins að leggja orð í belg um þá umræðu sem hefur skapast hér á huga.is, bæði á forrsíðu og hér inn á áhugamálinu, um það að þessu áhugamáli sé ekki vel stjórnað.
Það er mikið talað um að ekkert gerist hérna á áhugamálinu, ekki nýjar greinar o.s.frv. En málið er bara það að oft á tíðum eru greinarnar sem berast sjórnendum þessa áhugamáls ekki mjög vel skrifaðar né ná skilyrðum um lengd o.s.frv.
Ég man þegar ég stjórnaði þessu áhugamáli þá gerði ég eins og Betababe gerir kom inn á áhugamálið á hverjum degi til að athuga hvort eitthvað nýtt efni hefði borist (“Ég kíkji á innsent efni á hverjum einasta degi, bara svo þú vitir það, og það er nú oft mikið af efni sent inn á korkana.” betababe 08.08.03).
Raunin er bara sú að þær greinar sem berast inn eru yfirleitt 2 línur og eiga því betur heima á korkunum heldur en sem grein.
Og í sambandi við sims vikunar sem verið er að kvarta mikið yfir, að sama fólkið sé uppi of lengi o.s.frv. þá er ég viss um að þeim berist ekki oft svör við þessum spurningum og geta þar af leiðandi ekki skipt um sims vikunnar.
Svo einnig gæti það verið að þeir sem senda inn svör vanda sig ekki nóg og því telst það ekki fullnægjandi.
Mér finnst bara leiðinlegt að hlusta á svona nöldur þegar um svo góðan admin og betubabe er að ræða.
Hún er búin að standa sig alveg frábærlega vel og gera mjög góða hluti hérna. Hún kom t.d. upp þessu um sims vikunnar. Hún stóð fyrir keppni hér, þar sem keppt var um hver byggði flottasta húsið. Og sú keppni lýsir kannski best áhugamálinu okkar hérna. Það voru örfáir sem voru með þrátt fyrir að miklu fleiri sögðust ætla að taka þátt.
Fólk bara virðist ekki nenna sinna þessu áhugamáli.
Mér finnst ofboðsleg synd að sjá áhugamálið dala hægt og bítandi þar sem ég var ein af þeim sem börðumst einna harðast fyrir að fá þetta inn hér á huga.
Nú tökum við okkur bara saman og skirfum inn góðar og vandaðar greinar, verum dugleg að senda inn sims vikunnar, myndir, linka og allt hitt sem tilheyrir þessu áhugamáli !
Og Betababe kærar þakkir fyrir vel unnin störf :)
Með bestu kveðju Alfons
-Song of carrot game-