LESIÐ ÞETTA ÁÐUR EN ÞIÐ LESIÐ HITT:
Það þarf bara að gera move_objects on einu sinni í hvert
skipti sem þið farið í leikinn.
Ef það koma kemur þjófur til þín þá áttu strax að hringja í lögguna!
Svo ferðu (eftir að þjófurinn er kominn inn) að útidyrahurðinni og stendur þar. Þá
kemst þjófurinn ekki út og þegar löggan kemur, hleypir þú henni inn og hún handtekur
hann þú færð pening. Þetta er ekki hægt ef þú ert með fleiri en eina útidyrahurð
því að þá sleppur þjófurinn út annarsstaðar.
Þú getur líka gert girðingu í kringum alla lóðina og haft bara eitt gat til
þess aðkomast í vinnuna, skólann, búðina eða í frí og svo lokaru því bara á nóttunni.
Þá kemst enginn þjófur inn.
Ef þú ert vilt setja ný lög í útvarpið/græjurnar í sims þá ferðu bara í My Computer og í
C-drifið. Þar ferð þú inn í program Files og og inn í Maxis möppu. Ef það er mappa þar sem
heitir The Sims þá áttu að fara í hana en annars beint í möppu sem heitir Music eða eitthvað
svoleiðis og færir svo hvaða lag sem þú vilt þar inn.
Til þess að geta notað þetta þá þarftu að hafa lögin inni í tölvunni.
Ef þú nennir ekki að fara alltaf út með ruslið þá geturu notað þetta ráð.
Þegar ruslafatan er orðin full þá læturu simsinn fara og taka upp úr henni. Þegar hann
er að fara af stað með ruslapokann þá læturu hann hætta því og ruslið dettur á gólfið.
Svo tekuru ruslið upp og hann fer með það beint í ruslafötuna en hún er samt ekki full.
Ef þú vilt halda party þá þarftu bara að kaupa blöðrur og setja þær við lóðarmörkin.
Þá koma nágrannar þínir strax og þú getur haldið party!!!
Þú getur líka farið í símann og gert ‘Throw Party’.
Ef þú vilt fría pizzu skaltu bara hringja og panta eina og svo þegar sendillinn
kemur með hana þá áttu ekki að heilsa honum heldur ferð þú í build mode og gerir
svindlglugga (heldur niðri Ctrl, Shift og c ) og skrifar move_objects on
Svo tekur bara pizzuna úr höndunum á sendlinum og setur hana inn. Þá ertu komin(n)
með fría pizzu. Sendillinn fer bráðlega.
Hvernig þú getur skilið við simsinn þinn.
Láttu þau ekkert tala saman lengi. Þá minnkar sambandsskalinn og þau geta farið
að rífast. Láttu þau gera slap, insult, tesing, nag og fight og þá kemur bráðlega möguleikinn
að skilja (move out) Þá ýtiru bara á það og simsinn fer.
Ef þú vilt fá vinnu þarftu að kíkja í blaðið og gá hvort það sé einhver góð vinna í boði þar.
Ef ekki getur þú keypt þér tölvu og leitað að vinnu í henni.
Þá getur þú valið um þrjár vinnur.
Ef þér finnst vinnurnar ekkert spennandi gáðu þá bara í blaðið eða tölvuna á morgurn.
Þá verða komnar nýjar vinnur.
Ef þú vilt hætta í vinnunni þarftu bara að mæta ekki. Þá hringir síminn og
segir að þú hafir ekki mætt. Svo næsta dag mætiru ekki heldur og þá hringir
síminn og segir að þú sért rekin(n). Ef þetta virkar ekki
þarftu bara að bíða í fleiri daga.
Ef þú vilt fá stöðuhækkun þá þarftu bara að gera allt sem þú ert beðin(n) um.
Það stendur í vinnupunktunum hvað þú þarft að gera (cooking, mecanical, logic o.sv.fr.)
Og svo þarftu að hafa eins marga vinu og þú ert beðin(n) um. Það stendur
líka í vinnupunktunum.
Svo verður þú líka að vera í góðu skapi þegar þú ert að fara í vinnuna. Helst með fullt í öllu.
Ef þú vilt sjá hvar þú getur fengið vinnupunkta, ýttu þá á stafina (t.d. cooking, logic)
í vinnupunktunum.
Þegar þú vilt að simsabörnin fái góðar einkunnir skaltu fara með þau í
tölvuna eða bókaskáp og gera ‘study’.
Ef þú hefur látið krakkana vinna vel og vera með A+ í einkun í
nokkra daga þá koma þau stundum með $100
heim úr skólanum eða þegar þau eru búin að vinna í tölvunni.
Ókeypis snakk!
Þú lætur þau ‘get a snack’ í ískápnum og strax og þau opna ísskápinn þá
skaltu láta þau hætta strax við. Þá setja þau snakkið á gólfið en borga ekkert.
Þú getur gert þetta sama þegar þú vilt fá frían mat. Þú ýtir bara á ‘have quick
lunch/dinner/brekfast’ eða ‘have lunch/brekfast/dinner’
og svo bara alveg eins og ég útskýrði áðan.
Ef þú nennir ekki að eyða peningum í að borga
reikninga þá skaltu bara bíða eftir að það hafa komið nokkrir
reikningar í póstkassann. Svo ferðu og gerir pay bills og
simsinn fer með þá inn. Þá gerir þú move_objects on
svindlið og hendir reikningunum. Reikningarnir farnir en peningarnir ekki.
Þú þolir ekki einhverja persónu í sims og vilt helst drepa hana. Þú getur
gert það með því að bjóða honum heim til þín.
þú færð þér arin og kveikir upp í honum. Svo lætur þú hann setjast hjá
þér í sófa og ferð svo sjálfur úr honum. Farðu svo í build mode og gerðu
move_objects on í svindgluggann (Ctrl+Shift+C). Svo gerir þú tveggja reita
vegg langt frá húsinu og setur arininn á hann. Svo tekur þú sófann með kallinum
í og setur fyrir framan arininn.svo hlaðar þú hlutum í kringum og svo kviknar
í kallinum og hann deyr.
Ef þú vilt drepa simsinn þinn þá býrð þú til sundlaug og lætur hann fara að synda.
Taktu stökkbrettið og/eða stigann í burtu og lætur kallinn synda þangað til hann deyr.
Þú getur slegist við annan sims mað því að láta þá vera óvina og gera mikið af ‘slap,
tesins, nag og insult þangað til að það kemur fight. Þá ýtiru á það og þeir slást.
Þú getur búið til svífandi hús með því að byggja fyrst tvær hæðir og gera stiga
upp í efri hæðina. Svo innréttar þú efri hæðina. Ekki inrétta neðri. Og svo
tekuru veggina á neðri hæðinni af og þá ertu komin(n) með svífandi hús.
Þú getur tekið þér frí annan hvern dag í vinnunni til þess að læra, eignast vini
eða bara slappa af. Þú mætir einn dag, sleppir þeim næsta og svo þarnæsta ferð þú aftur í vinnuna.
Þegar simsinn er í vondu skapi getur þú farið í ‘build mode’ og skrifað
move_objects on í svindlgluggann (Ctrl+Shift+C) og hent simsinum. Til þess
að fá hann aftur þá ýtiru bara á myndina af honum og þá kemur hann aftur með grænt í öllu.
Ef þú vilt að simsinn syndi í venjulegum fötum þarftu að skrifa move_objects on í
svindlgluggann og fara svo í build mode og færa simsinn út á miðja laugina. Þá byrjar
simsinn að synda í öllum fötunum.
Þegar það kemur kona að ná í barnið þitt þegar það hefur grátið lengi skaltu bara fara
í build mode og deleta henni. Svo þegar þú ferð aftur í living mode þá kemur bara nýtt barn.
www.blog.central.is/unzatunnza