Tekið af bt.is
EA gerir áætlanir sínar um The Sims 2 opinberar.
Electronic Arts tilkynnti í dag að The Sims? 2, næsta kynslóð í mest seldu leikjaseríu á PC, er í framleiðslu hjá Maxis studio. Nú geta leikmennirnir stýrt simsunum frá vöggu til grafar. Allt val leikmanna hefur mikil áhrif á líf simsanna. Nýjir möguleikar í spilun og brautryðjandi notkun á genum sem gerir það að verkum að DNA yfirfærist frá einni kynslóð til annarrar, sem gefur leikmönnum lifandi, raunverulega og djúpa Sims upplifun. Einnig gerist leikurinn nú í þrívíddarheim. The Sims 2 verður sýndur frá 14.maí á E3 sýningunni í Los Angeles og má búast við útgáfu leiksins snemma á næsta ári.
“Simsarnir hafa alltaf verið mjög spennandi og skemmtilega upplifun, en þegar genatækni er bætt inn, fáum við algjörlega nýjan raunveruleika í The Sims, ” segir Will Wright, Chief Game Designer hjá EA Maxis Studio.
Það að leiða simsana í gegnum stóru stundir lífsins fær nýja þýðingu nú, þar sem Simsarnir fá nú svokallað “Life Scoer” sem mælir hversu vel manni tekst til við að þróa hvern simsa fyrir sig. Allt sem maður gerir í lífi simsans hefur áhrif á velgengni hans. Munu leikmenn ná að leiða simsana sína í gegnum fyrstu ástina, unglingsárin og fríin, allt meðan lífsklukkan tifar.
Simsarnir í The Sims 2 eru meira með á nótunum og tjá sig meira við aðra simsa og umhverfið í kringum sig. Þeir eru meira lifandi enn fyrr og hafa skapgerðir og tilfinningar sem þeir sýna með svipbrigðum og tjá með líkamanum. Þeir stofna til flókinna sambanda og geta skilið á milli fjölskyldu og vina, platónskrar ástar og ástarsambanda. Simsarnir í The Sims 2 hafa DNA, og þegar þeir eignast afkvæmi líkjast þau foreldrunum oftar en ekki. Einnig, líkt og í lífinu sjálfu breytist útlit með tíma og lífstíl. Ef simsinn liggur bara í sófanum alla daga verður hann feitur, á meðan reglulegar ferðir í ræktina byggja upp vöðva.
Glæný þrívíddarvél gerir heiminn í The Sims 2 meira lifandi og fjölbreyttari. Einnig mun The Sims 2 innihalda nýtt kerfi sem heitir “Create-A-Sim”. Hér geta leikmenn skapað andlit í miklum smáatriðum fyrir simsana sína. Í The Sims 2 hefur maður einnig möguleika á að breyta og búa til heimili á fjölbreyttari hátt en áður.
Með allar þessar nýjungar bæði í spilun, grafík og innihaldi, verður lífshlaup simsanna óútreiknanlegt í The Sims 2.
The Sims var gefinn út í febrúar 2000 og varð hreinlega menningarfyrirbæri. Leikurinn var mest seldi PC leikurinn bæði árið 2000 og 2001. Og ef allir aukadiskarnir fyrir The Sims eru teknir með hefur serían selst í meira en 20 milljónum eintaka um allan heim. 22.maí kemur svo út síðasti aukadiskurinn fyrir The Sims, en þá kemur út The Sims Superstar.