Jæja… nú bara verð ég að fá að tjá mig meira um þennan frábæra leik TSO (the sims online) :
Nú er ég farin að spila bara með einn sim því hún lifir langskemmtilegasta lífinu hehe…
Kellingin mín býr í Mount Fuji sem mér finnst bara langskemmtilegasta borgin, skemmtilegt fólk og mikið fjör.
Hún býr með 6 öðrum ótrúlega skemmtilegum simsum og þar á meðal er jólasveinn sem klæðist bleikum jakkafötum og er dj og algjör pimp ;þ Þau reka skemmtistað og þar til í gær var hann í fyrsta sæti af 100 yfir visælustu skemmtistaðina.
Svona til að segja ykkur frá nokkrum skemmtilegum hlutum :
- Maður þarf að vinna sér inn skills t.d. charisma, body, logic os.fr.v og með hverju stiginu fær maður nýtt animation á listann sinn (til dæmis ef þú ert með eitt stig í body þá geturðu bara dansað fugladansinn, Funk ofl.. en þegar þú ert með t.d. 6 stig þá geturðu líka breikað og gert miklu meira)
- Ef einhver gefur þér rauða blöðru merkir það að hann vill vera vinur þinn, því fleiri vini sem þú átt því meira geturu gert við fólk.. t.d. hoppað í fangið á þeim, gefið þeim high-5, leynimerki ofl ofl allt eftir hversu marga vini þú átt.
- Í vinalistanum sérðu mynd af öllum vinum þínum og þar geturu líka séð hvað þeir segja um þig sem getur verið mjög gaman :þ
- Þú getur líka gert einhvern að óvini þínum, þá geturu rifið úr honum hjartað og ráðist á hann ;D
- Svo er endalaust verið að halda keppnir svo maður geti t.d. unnið sér inn peninga… t.d. dance till u drop (síðasti maður á dansgólfinu vinnur), stefnumótaleikir, þrautir og allt mögulegt.
- Svona sem dæmi af því sem hægt er að láta simsinn gera : moonwalk (michael jackson), tantrum (fá frekjukast og henda sér í gólfið), vera fullur, touch down dance (hálfgerður happydance), sparka í einhvern, dansa í búri, ropa mjög hátt, rappað, potað í augun á einhverjum, hoppað í fangið á einhverjum, hustle (svona höstl dans), evil laugh (hlæja eins og brjálæðingur), gleypa sverð og svo endalaust meira!
- Fólk gerir furðulegustu hluti… stofnar mafíu og böggar alla, opnar fangelsi, löggustöð, strippstað, skóla, kaffihús, skemmtistað, hótel o.þ.h., gerist heimilislaust og þvælist um allt, trúlofar sig og heldur brúðkaup viku seinna, býður uppá stefnumótaþjónustu, fasteignasölu, selur notuð húsgögn og stofnar hljómsveit bara svona til að nefna örfá dæmi.
- Þú getur lent í ótrúlega klikkuðu og leiðinlegu fólki en þú getur líka lent á alveg frábærum einstaklingum og sama með sjálfan þig… þú getur verið æðislega skemmtilegur og vinsæll eða alveg rosalega leiðinlegur (maður verður þó að muna að á bakvið hvern sim er raunveruleg manneskja svo það er óþarfi að vera algjör hálfviti).
Það skemmtilegasta við þetta allt saman er að maður getur hreinlega grenjað úr hlátri af vitleysunni í fólki!
Jæja… ég held þetta sé komið nóg í bili ;þ
En þette er alveg frábær leikur og ég bjóst aldrei við því að hafa svona líka rosalega gaman af honum.
Það er reyndar eitt… Fólk hefur auðvitað öll samskipti sín á milli á ensku… svo maður verður að skilja frekar mikið til að geta haft eitthvað gaman af þessu.
Nú ættuð þið örugglega öll að vera á sömu skoðun og ég að það sé ekki spurning um að borga þetta mánaðargjald sem er ekki nema c.a. 700 kall.
Og í guðana bænum spurjið um allt sem ykkur dettur í hug… ég hef bara gaman af því að svara :)