Gaman að sjá hversu vel hefur gengið fyrir Sims, sérstaklega hérlendis 25 000 seld eintök í svona litlu landi er nú bara stórglæsilegur árangur !
Hér kemur greinin:
Sims serían fagnar 3 ára afmæli sínu!
Mest seldi PC leikur allra tíma er löngu orðin að menningarfyrirbæri!
Electronic Arts er sönn ánægja að segja frá því að The Sims? fagnar þriggja ára afmæli sínu í þessum mánuði. Hinn geysivinsæli PC leikur, The Sims, kom einnig nýlega út á PlayStation 2, og mun áður en langt um líður fást í útgáfu sem spilast á netinu. Sims fyrirbærið komst á topplista eftir nokkurra vikna útgáfu og hefur verið þar síðan.
“Fyrir þremur árum síðan voru fáir sem trúðu því að leikur um fólk og daglegt líf þeirra myndi slá í gegn. Hér eru engir skotbardagar eða annar hasar,” segir Forstjóri EA John Riccitiello. “I dag vitum við að fyrirbærið, The Sims, er gríðarlega vinsælt meðal barna, unglinga og fullorðinna, þá sérstaklega kvenna, en þar með eru gömlu gildin um hverjir spila tölvuleiki brotin.”
Helstu atriði í sögu The Sims
· Sims serían hefur selst í meira en 24 milljónum eintaka um heim allan og af því eru 8 milljónir sem selst hafa af leiknum sjálfum.
· Á Íslandi hefur Sims serían selst í meira en 25.000 eintökum á PC.
· Síðan leikurinn kom út árið 2000, hafa verið gefnir út 5 aukadiskar í Sims seríunni. Nú hafa einnig verið gefin út DeLuxe útgáfa og PlayStation 2 útgáfa. The Sims hefur verið þýddur á 17 tungumál.
· Kannanir hafa sýnt að um það bil 60% allra þeirra sem spila The Sims eru konur eða stelpur.
· The Sims fyrir PlayStation 2 var gefinn út í janúar og er þegar kominn á toppinn bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.
· Í Bandaríkjunum hefur fyrirtæki sem mælir söluhæstu leiki staðfest að leikurinn The Sims hafi verið mest seldi PC leikurinn árin 2000, 2001 og 2002.
Sims hafa einnig verið vinsælt umfjöllunarefni skemmtikrafta og sjónvarpsþátta og má þar til dæmis nefna þætti á borð við Drew Carey Show, Malcolm In The Middle og svo var gert grín af Sims í Daily Show sem sýnt er á Comedy Central.
Höfundur The Sims, Will Wright, hefur móttekið fjölda verðlauna fyrir vinnu sína og er núna meðlimur af Academy of Interactive Arts and Sciences Hall of Fame.
Við óskum Sims til hamingju með daginn !!
Kv. Alfons
-Song of carrot game-