Leikurinn SimCity 4 kemur út á næstunni!! Miklu flottari en áður.
Fyrst byrjar þú á því að skapa landið sem borgin þín á að vera í. Með því t.d að reisa fjöll vötn o.fl.
Leikurinn gengur út á það að byggja borg og stjórna henni.
Til þess að borgin gangi upp þarftu að byggja raforkuver, vatsveitur, skóla, sjúkrahús, lögreglustöðvar, slökkvistöðvar og ýmislegt annað.
Þú verður að eiga nóg af peningum til að byggja meira, en þú græðir pening á ýmsu í leiknum ef þú spilar hann vel.
Þú verður að passa upp á að göturnar þoli alla traffíkina með því að byggja hraðbrautir, fleiri vegi og eða
byggt flugvelli, neðanjarðarlestir og járnbrautir.
Til þess að fólk flytjist í borgina þína þá þarftu að byggja iðnaðarsvæði eða þjónustusvæði til þess að fólkið geti unnið einhversstaðar.
Náttúruhamfarir hafa alltaf verið skemmtilegur hluti af leiknum.
Í SimCity 4 verða þessar hamfarir miklu flottari og raunverulegri heldur en áður.
Dæmi um náttúru hamfarir í leiknum: Eldgos, jarðskjálftar, hvirfilvindur (sem þú getur stýrt núna), flóð, óeirðir (ef þú stjórnar borginni illa) og árás vélmenna úr geimnum.
Það er hægt að zooma alveg lengst niður í borgina og séð hvað er að gerast, sérð fólk ganga og gera ýmsa aðra hluti, bíla keyra
En það sem er LANG skemmtilegast við leikinn er að þú getur sett simsin þinn úr The Sims og fylgst (og stjórnað held ég) með honum í borginni.
Síðan er örugglega fleira sem þú átt að getað gert en ég hef ekki prófað leikinn ennþá.