Áðan var ég að spila uppáhalds fjölskylduna mína og þegar kallinn minn kemur heim úr vinnunni þá breyttist myndin af honum á toolbarnum (þar sem myndirnar eru af allri fjölskyldunnu, moodið og allt það er). Allt í einu í staðin fyrir myndina af honum var komin einhver kelling á HVOLFI með gulleyrnalokka. Ég náttúrulega fór úr húsinu án þessa að save svona til að losna við þetta. Svo þegar ég fór aftur inn í húsið þá var þetta ennþá svona !
Ég ákvað þá að prufa að nota smá svindl og eyddi (deletadi) kallinum út og klikkaði á hann aftur, en ekkert breyttist. Ég get ekki fengið myndina af honum aftur, mér finnst þetta ógeðslega pirrandi.
Svo þegar ég ætlaði að kíkja á hvernig sambandið milli hans og konunar hans væri þá var enn önnur mynd komin í staðin fyrir hann á relationship barnum. Þá var það einhver kall á hvolfi, eins og einhver vísindamaður eða eitthvað álíka. OG hann var líka einhvernveginn meiri svona “teiknimyndakall” heldur en allir hinir simsarnir.
Ég er ekkert smá pirruð yfir þessu.
En ég hélt nú áfram að spila, og simsarnir mínir voru allir farnir að sofa nema einn sem var að gera sig ready fyrir háttin svo ég ætlaði að spila á hraða 3 svo að þetta myndi nú ganga hraðar en þá hvarf leikurinn. Bara slökkti alveg á sér, og ég var bara komin í desktopið á tölvunni. - fer svo auðvitað beint á netið til að kvarta í ykkur hehehe. :)
Ég hef aldrei lent í þessum vandræðum áður svo ég er alveg viss um að þetta sé patchin sem ég var að installa um daginn sem er að orsaka þessi vandamál í leiknum hjá mér.
Hafiði lent í þessum vandræðum ?
m.b.kv. Alfons
-Song of carrot game-