Jæja, þó mér þyki mjög leitt að skrifa þetta held ég að áhugamálið þurfi á smá breytingum að halda varðandi hver stjórnar því. Ekki það að ég ætli að hætta.
Það vantar einhvern virkan, einhvern sem er með eldmóð í að efla áhugamálið. Ég hef reynt mitt besta og ég vill trúa því að ég hafi gert helling til að efla þetta áhugamál og svo gamla Star Trek áhugamáið en ég hreinlega hef ekki tíma til að halda því uppi.
Svo endilega sendið mér e-mail á ingvarli@gmail.com ef þið viljið vera stjórnandi hérna þar sem þið takið fram aldur, notendanafn á Huga, hverju þið ætlið að beita ykkur fyrir á áhugamálinu og af hverju ykkur finnst að þið ættuð að vera valin.