VARÚÐ….. neðangreind atriði eru úr þætti sem sumir hér kunna ekki að hafa séð…….

.

.

.

.

.
Continue at your own risk!

.

.

.

.

.






Í þættinum Unimatrix Zero part2, þegar Torres, Janeway og Tuvok eru orðin Borgar, virðist Tuvok eiga í vandræðum með að halda í sjálfið og þylur upp eftirfarandi “staðreyndir” til þess að halda áttum og tapa sér ekki til Borgverja (hehe) :

“Stardate 38774,
vulcanis lunar colony,
the time and place of my birth….”

Samkvæmt hans eigin orðum er Tuvok u.þ.b. sextán ára gamall!!!

Enterprise D er “geim”sett á Stardate 40000 (+-1000)

og núna erum við í Stardate (52000-54000)

Fyrir þá sem eru að spá þá er Tuvok u.þ.b. 150 ára gamall.
Þið munið eftir því að hann var á Excelsior, á sama tíma og Star Trek 6 gerist.

Sumir munu kannski kalla þetta smámunasemi.

Mitt álit er eftirfarandi:
Star Trek á sér ríka sögu og er hún MJÖG VEL skrásett. Fjöldinn allur af bókum hefur komið út um star trek sem inniheldur góða tímalínu og fólkið sem skrifar þessar bækur er í fullri vinnu hjá paramount við að sjá um að “continuity” (samhengið) haldi sér.
Þetta fólk ber ábyrgð á því að lesa yfir handritin og leiðrétta hluti eins og t.d. þegar Janeway segir “we haven't seeen the kazon for 3 years”, þá líta þeir á þetta og segja…. “ah that was 4 years ago, not 3 years” og leiðrétta þetta.


Vissulega hefur Star Trek alltaf innihaldið áþekkar villur, en á seinustu árum hefur þeim fjölgað hættulega mikið, og einnig hafa villurnar orðið miklu bersýnilegri.


Hugleiðing, hvar er gæðastjórnun þáttana fyrst að eitthvað svona sleppur í gegn í FYRSTA ÞÆTTI seinasta árs Voyager?