Ef þú ferð einfaldlega á www.divx.com eða nákvæmara á www.divx.com/divx geturðu downloadað player og þjöppunarforriti í einum pakka.
VirtualDub er líka feykilega gott og öflugt encoding og editing forrit sem þú ættir líka að skoða, í það minnsta til að sjá hvaða möguleika það býður uppá.
Ef þú notar DivX þjöppun færðu mun betri gæði miðað við pláss heldur en nokkurn tíman með quicktime. Quicktime þarf svo mikið pláss til þess að hafa góð gæði. Apple eru nú sjálfir að koma með support fyrir MPEG-4 (DivX er MPEG-4 format!) þannig að við megum búast við að sjá stóraukna notkun í MPEG-4 þjöppun þegar apple eru farnir að styðja við bakið á því.
Tölvuleikjafyrirtækið Blizzard ákvað að það besta sem þeir gætu notað fyrir myndböndin í leiknum sínum Warcraft III væri DivX, enda líta þau betur út en djöfullinn sjálfur!