Blessaðir.(efast um að það sé eitthvað kvenfólk að lesa þetta…)
Ég er einn af þeim sem safna gömlu SW fígúrunum og skipunum, hef verið að því í u.þ.b. 8 ár og á ágætt safn. Á megnið af dótinu sem var til sýnis í Háskólabíó þegar gömlu myndirnar voru endurútgefnar. Ég hef nú ekki verið neitt “hardcore” að ganga á eftir hlutunum, kaupi bara það sem verður á vegi mínum og bara gamla dótið (1977-1985). Hef verið mjög heppinn og komist í tvö stór söfn hérna þar sem öll leikföngin voru í fullkomnu standi og öll vopn fylgdu með. Núna er svo komið að mig vantar bara fimm fígúrur til að fullkomna fígúrusafnið (vantar enn nokkuð uppá skipin…) og var að vonast til að þú/þið gætuð aðstoðað mig við að ná þessu magnaða takmarki. Er nú ekki með nöfnin á öllum fimm fígúrunum í hausnum þessa stundina, en þær eru flestar frá árinu 1985 ( “power of the force” seríunni). Ég persónulega man eftir því að það kom nokkuð mikið af þessari tilteknu seríu hingað til lands á sínum tíma en veit ekki hvort hún seldist vel því SW æðið var orðið ansi lúið þegar þá var komið. Ef það eru einhverjar gamlar plastfígúrur þarna úti sem vantar ást og umhyggju þá endilega látið mig vita.
takk
Mint.