Á sjónvarpsstöðinni Discovery Science eru nýhafnar sýningar á þáttum sem nefnast "Prophets of Science-Ficton". Búinn að sjá tvo, og þetta eru vandaðir og vel gerðir þættir. Það eina sem böggar mig svolítið, er valið á einum þessara fimm "spámanna".
 
Ég veit ekki hvort fleiri þættir verða gerðir, en í þessum fimm sem hafa verið auglýstir, eru teknir fyrir: 
 
H.G. Wells, (War of the Worlds, Time Machine og fleira)
 
Arthur C.Clarke, (2001, Childhood's End, Rendevouz With Rama)
 
Isaac Asimov, (I, Robot, Bicenntennial Man, Nigthfall)
 
Philip K. Dick (Blade Runner, Total Recall, Minority Report og ótalmargt fleira)
 
...og, hver haldiði? Ray Bradbury kannski? Robert Heinlein? Jules gamli Verne?  Nei. Af öllum mönnum, 
 
George Lucas!! 
 
 
Ég er nú ekki að gera lítið úr framlagi hans til Sci-Fi kvikmynda, en að setja Lúkasinn á stall með þessum köllum, finnst mér vera að gera svoldið mikið úr honum. 
 
Það er greinilegt að kall hefur látið einhvern slatta af aurum í seríuna, því nóg var sýnt af senum úr Star Wars í þættinum um hann.
_______________________