Þetta var algengt í bíó fyrir meira en 15 árum, en að sjá splunkunýja mynd í splunkunýjum sal í splunkunýju bíói í hörmulegum myndgæðum það er eitthvað sem á ekki að eiga sér stað í dag. Ég frétti eftirá að svona er myndin líka í Regnboganum og jafnvel ennþá verri en ég sá í “lúxussalnum”.
Þeir sem ekki átta sig alveg á um hvað ég er að kvarta þá eru rispur á filmunni sem liggja lóðrétt yfir allt tjaldið. Þær hverfa ekki á nokkrum sekúndum eins og um smávægilega skemmd væri að ræða heldur er rispan “fljúgandi” fram og tilbaka eftir tjaldinu allan tímann og truflar verulega áhorfið. Í lúxussalnum þá var þetta verulega pirrandi eftir hlé.
Ég hef ekki áhuga á að fara aftur á Star Wars nema að þetta verði lagað og ný eintök af fimunni pöntuð til landsins. Nokkura vikna gömul fima á ekki að slita svona rosalega. Setjið endilega inn svör ef þið eruð sammála.
___________________________________________________