Ég fór eins og svo margir aðrir á Star Wars episode 2: attack of the clones í dag Fös.18/5. Ég fór með mikilli eftirvæntingu á myndina enda mikill aðdándi myndanna.
Við fórum nokkrir félagarnir í Smárabíó og fyrsta marktæka sem gerðist var að helvítis mormónarnir í bíóinu neituðu að hleypa okkur innn með djúsið okkar. Eftir 10 mín. nöldur nenntu þeir ekki að röfla lengur og hleyptu okkur inn. Síðan byrjaði myndin, allir klöppuðu og spennan var rosaleg. Myndinn byrjaði (svo ég segi ekkert frá söguþræði) eins og allar Star Wars myndir róleg í byrjun en síðan eykst hasarinn.
Það sem valdi mér mestum vonbrigðum voru allar tæknibrellurnar, það er búið að taka allan star wars reddinguna úr myndunum. Allt tölvugert og einhver svaka farartæki og djöfull fer í taugarnar á mér hvað R2-D2 er alltaf vel bónaður og einnig finnst mér oft vanta upp á leikin hjá Anakin. Um miðja myndina verður þetta svolítið eins og tölvuleikur, þar að segja þegar Anakin og konan(Þingmaðurinn hvað sem hún heitir aftur) eru á plánetunni hjá Verslunarráðinu, þið sem hafið sé hana vitið hvað ég er að tala um-hinir ekki.
Nú er Anakin orðinn 18 eða 19 ára og hormónarnir farnir að segja til sín þannig hann er farinn að hustla og hann stígur fyrsta skrefið í átt til myrkra hliðarinnar. Margt útskýrist í þessari mynd og fer maður fróðari heim. Í heildinna litið er myndin snilld, þrátt fyrir að gamli star Wars andinn sé farinn, en það hjálpaði mikið að fá svarthöfða lagið aftur í myndina.