Þeir sem stilltu sjónvarpið sitt á RÚV í gær kl 17:00 urðu varir við að voyager þátturinn “ Author,Author ” var sýndur, ég veit ekki hvort fólk kannaðist eins vel og ég við söguræmuna en mér fannst ég hafa séð eitthvað þessu líkt áður, og viti menn, ég var búinn að sjá sama söguplot annars staðar.
Þáttur 2.09 í Star Trek The Next Generation var um nánast nákvæmlega sama: í grófum dráttum þá kom captain um borð í Enterprise-D með fyrirmæli um að taka Data með sér, rífa hann í sundur og athuga hvort væri ekki hægt að fjöldaframleiða tækið, en þessari skipun var mótmælt og captain Picard hóf baráttu fyrir því að Data hefði sama rétt og hver önnur manneskja og væri því ekki hægt að fara með hann eins og hverja aðra brauðrist, og hann vann málið.
Þið eruð kannski byrjuð að átta ykkur á því af hverju mér fannst ég kannast við plottið í voyager þættinum: læknirinn er sagður réttindalaus og Janeway byrjar samskonar baráttu og Picard, þó svo að þættirnir hefðu aðrar umgjarðir þá var megin inntakið það nákvæmlega sama, að úrskurðinum undanskildum.
Mér finnst orðið of mikið um það að höfundarnir séu byrjaðir að endurnýta gamlar hugmyndir og setja þær í nýjan en ekki nógu samfærandi búning.
Ef að fólk vill sjá enn nýrra dæmi þá á Enterprise þátturinn
“ Oasis ” hliðstæðu í Deep Space Nine.
Kveðja
Lancelot