Eftir að hafa lesið umræðuna á imdb, þá verð ég að segja eins og er… Sure, SGU hefur sína galla. Þættirnir eru að draga til sín svolítinn BSG fíling. Það er ekki endilega verra sé rétt haldið á pennunum (imho). Söguþráðurinn er ekki nægilega þéttur, hann heldur manni varla við efnið. En samt er þetta miklu, miklu betra heldur en SG1 og SGA; þetta lyfti Stargate hugmyndinni frá þessu bölvaða b-þátta kjaftæði upp í eitthvað nýtt. Var SG1 og SGA ekki búið að blóðmjólka sí og æ, aftur og aftur, ár eftir ár, þessa sömu formúlu?
Hasar/húmor/vandamál-vikunnar. Ójá, sama sagan í lélegum nýjum búning. Aftur og aftur.
Meina, það mætti halda að meirihluti af SG fanbase-inu séu með alzheimers.
Svo er nú komið, að hörðustu SG1/SGA portkonurnar sem vildu þennan sama skít - viku eftir viku - vilja sjá á eftir SGU undir fallöxina. Jafnvel þó það þýði að Stargate frabchise-ið endi eins og það leggur sig eftir aðra seríuna af SGU.
En á léttari nótum:
Mér líkar vel við allar hugmyndir um svolítið minna drama/meiri húmor og ég vil geta tengst öðrum karakterum en N. Rush og Eli W.. Hatur mitt í garð ýmissa karaktera í þáttunum er viðvarandi vandamál…en ég vil ekki sjá sama kjaftæðið og í SG1/SGA. Ég vil eitthvað nýtt.
Bætt við 14. nóvember 2010 - 22:02
heeeh. “frabchise”.