Mikið rétt, þetta er hræðilegt lag. Með verri þemalögum sem ég hef heyrt. Hinsvegar er ég hræddur um að þetta var ekki aprilgabb, þessi kubbur hefur verið þarna lengi.
Ég tók þennan kubb alltaf sem háð. Mjög skemmtilegt háð! Annars fer þetta lag ekkert í taugarnar á mér, en ég hef líka bara séð tvo Enterprise-þætti… :(
Það er sem mig gruni að höfundur lagsins (e-r kona minnir mig) sé sá sami og samdi lagið “I don't wanna miss a thing” sem Aerosmith flutti í myndinni Armageddon. Vinsamlegast leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér, en lagið hljómar óneitanlega eins og e-ð slappt Aerosmith-lag…
Jammz Delenn, það er mikið til í því sem þú segir með þetta háð…. Því það var ég sem setti þennann kubb upp :) Ég var að hæðast að þessu öllu saman. Þetta bara passar ekki saman…… Introið er allt í lagi og lagið er gott, EN þetta passar ekki saman.
Það á ekki að vera söngur í TrekÞemaLagi.
Það má kannski vera smá aaahhhaaaaaahaaaa eins og í TOSinu :) en það er allt og sumt…
Lagið er eftir Diane Warren og samdi hún það fyrir kvikmyndina “Patch Adams” og var það flutt af Rod Stewart.
Delenn, þú hefur hárrétt fyrir þér, Diane Warren samdi einnig lagið “I don't wanna miss a thing”.
Ég verð að játa því að lagið “grows on you”. Ég var upphaflega dyggur stuðningsmaður þess að lagahöfundur yrði fundinn og síðan týndur rækilega, en verð víst að játa mig sigraðan í dag … lagið passar ágætlega við þetta thema sem er í gangi í Enterprise.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..