Hæ Trekkarar. Hér er eitt sem ég hef stundum verið að velta fyrir mér, og ég set þetta hér svona til gamans.
Ég er með eina kenningu um 7 of 9. Sjáið til, þið vitið að hún heitir réttu nafni Annika Hansen og var fædd að því að mig minnir á einhverri nýlenduplánetu. Pabbi hennar hét Magnus Hansen (ég veit ekki um mömmuna). Þau hjónin voru vísindamenn, og voru með sitt eigið geimskip sem hét “Hrafninn” (The Raven). Nú, þau fóru svo upp á sitt einsdæmi að rannsaka Borga, sem varð síðan til þess að öll fjölskyldan var samlöguð.
En það sem ég er að pæla er: Nöfnin Annika Hansen og Magnus eru óneitanlega skandinavísk, og “hrafninn” reyndar líka (hrafninn flýgur?) Nú, og síðan eru þau Hansen-hjónin með þetta (að mínum dómi) dæmigerða íslenska attitude, þ.e. gera hlutina sjálfur og ekki lúta yfirvaldi (þau voru vöruð við að fara ein að rannsaka Borga, en hlustuðu ekki). - Höfum í huga að Norðurlöndin eru trúlega runnin saman í eitt þegar Star Trek gerist, þannig að 7 of 9 gæti líka sosum verið sænsk eða norsk. (Sænsk ljóska - aúúú!) En hvers vegna ekki íslensk? :)
Ókei, þetta er kanski pínulítið langsótt, en mér fannst þetta bara skemmtileg pæling. :)

Sem minnir mig á það: Hvernig sjáið þið fyrir ykkur Ísland og Reykjavík á 24. öld (í Star Trek-heiminum)?

Live long and prosper… :)