1. Að GL hafi látið Anakin vera 9 ára í staðin fyrir, say, 15 ára í Ep. I. hefði lyft myndinni á hærra plan
2. Að Qui-Gon Jinn dó í Ep. I. Skil alveg ástæðuna, en Liam Neeson ber þessa mynd uppi einn síns liðs, og ef hann hefði fengið að fljóta með og dáið t.d. á móti Dooku(point 3) hefði verið miklu áhrifameira.
3. Dooku hefði átt að berjast við Qui-Gon. Miklu áhrifameira að láta Meistara berjast við Padawaninn sinn heldur en einhverja gæja sem mæta bara þarna.
4. Darth Maul fékk ekki nóg respect. Dooku hefði átt að vera vondi í Ep i, enda meikar það meira sens. Hann þjálfar Qui-Gon, hverfur, Qui-Gon syrgir hann (allt þetta gerist offscreen btw). Svo kemur hann aftur, en þá er hann búinn að vera horfinn í mörg ár og verið aðstoðarmaður Sidiousar, sem þjálfar aftur á móti Maul í laumi, þar sem hann veit að Dooku mun falla gegn Qui-Gon. Maul kemur svo jafnvel fram í smáhlutverki í Ep. I. Hann stýrir svo árásinni á Geonosis, enda mun betri bardagakappi en Dooku.
5. Að Boba Fett kom í Ep. II. Sjitt Lucas, það er rétt að Boba Fett er glæpsamlega underused í Return of the Jedi, þá þarftu ekki að troða honum þarna inn…