Ég var að horfa á ST IV á st2 á mánudaginn, en það er mynd sem ég hef ekki horft á frá því að ég var lítill pjakkur. Þegar lítið var liðið á myndina tók ég eftir svolitlum áróði varðandi hvalveiðar sem svo smátt saman jókst og náði hámarki með rangri staðhæfingu um að í sjónum, á þeim tíma sem myndin gerðist að megninu til á, væru aðeins 10.000 hvalir. Þetta varð til þess að ég naut ekki myndarinnar jafn mikið og þegar ég sá hana fyrst því mér líkar ekki pólitískur áróður í afþreyingar efni.
Ég veit að á þeim tíma sem myndin var gerð var stuðningur við grænfriðunga sem mestur en mér þótti þessi áróður ekki eiga heima í Star Trek.
Ég vil gjarnan heyra ykkar álit á þessu máli svo endilega svarið korknum.
Harm.