Ro Laren á Rúv
Ég var að sjá það um daginn að konan sem lék Ro Laren (bajori úr TNG) er að leika aukahlutverk í þáttaröð á Rúv. Það er svo sem ekki frásögufærandi nema hvað að þátturinn heitir the district(eða eitthvað svoleiðis) og er einn leiðinlegasti og lélegasti þáttur sem ég hef á ævi minni séð. ÞEtta er löggu þáttur sem fjallar um einhvern heilagann löggustjóra sem er góðhjartaðri en Jesus og er uppfullur af ömurlegum plotum, samtölum, karekterum og atriðum sé ekki talað um allt trúarofstækið(og þá er ég að tala um kristið trúarofstæki) sem tröllríður þáttunum. Það er einsog framleiðendurnir hafi sett sér það sem markmið að gera lélegustu þáttaröðina fyrr og síðar. Ég hef nú samt ekki séð nema tvo þætti(og er því að dæma útfrá þeim) og hef ekki í hyggju að sóa tímanum mínum í fleiri og sett hér með fram viðvörun til ykkar þarna úti að EKKi horfa á rúv á mánudögum eftir seinni fréttir, lesið frekar bók í staðinn.