Nýji Star Trek leikurinn, Bridge Commander kemur nú í búðir 8. mars og hvet ég alla trekkara eindregið að næla sér í þetta meistaraverk sem er held ég besti Star Trek leikur hingað til, ef þér fannst Elite Force góður, þá áttu eftir að meika þennan í botn.
Sagan er að þú ert Commander, First Officer á Galaxy Class geimskipi (U.S.S Dauntless) og Skipstjórinn þinn deyr í sólarsprengingu sem eyðir heilu sólkerfi og skipið verður uppgert og þú færð Skipstjórastöðu og tekur við skipinu.
Picard hjálpar þér fyrst að læra á skipið og þú hefur fullan aðgang að öllu skipinu, getur gert allt sjálfur eða auðvitað gefið skipanir eins og aðrir skipstjórar, þessi leikur býður uppá endalausa möguleika í spilamennsku, vertu diplómatískur eins og Janeway eða vertu harðjaxl í anda Kirk.
Það sem mér finnst standa uppúr við leikinn er skipanakerfið, því hægt er að nota míkrafón til að gefa skipanir á við “Shields, fire, warp, o.s.frv.”.
Hægt er að downloada demoinu héðan af huga og af demoinu af dæma á þessi leikur eftir að tröllríða trek leikjamenningunni.