Já mig langaði að spyrja þá sem hafa reynslu af þessu leik að segja mér aðeins hvað þeim fannst um hann. Ég hef spilað fyrri leikinn og fannst hann æðislegur.
Langar bara að vita hvort það sé þess virði að panta hann á netinu?
miðað við það sem ég hef lesið um hann þá segja þeir að hann sé mjög góður en ég hef bara spilað fyrri leikinn og hann er frábær svo að seinni ætti ekki að vera verri
Reyndar þá er KOTOR 2 “verri”. Hann er alveg skemmtilegur samt, en hann var gefinn út ókláraður og var gerður af öðru fyrirtæki (Bioware gerði fyrri leikinn).
Samt sem áður fannst mér hann skemmtilegur og góð spilun, fullt af nýjum forcepowers og nýtt twist á class í honum. Sumir kraftarnir eru reyndar frekar owerpowered, en who cares?:)
Algjör snilld eins og fyrri leikurinn, fyrir utan það að þegar hann er alveg að klárast þá fattaru allt í einu að þú ert búinn að missa af slatta af efni sem var tekið úr leiknum til að gefa hann út á réttum tíma, og þú áttar þig á að þetta er ókláraður leikur. Team Gizka er samt að gefa út pakka sem á að restore'a það allt og svo er mikið af því komið á filefront.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..