þetta var ekki rödd William Shatners, þetta var bara Chris Pine. Alex Kurtzman og Roberto Orci voru samt búnir að skrifa atriði þar sem William Shatner hefði fengið cameo í myndinni en þeir voru ósammála um hvort það borgaði sig, þar að auki vildi Shatner ekki vera í myndinni ef hann fengi bara cameo. Persónulega finnst mér atriðið sem þeir höfðu í huga með honum mjög flott og ég held að það hefði vel getað virkað (já þeir eru búnir að lýsa atriðinu í viðtali, getur fundið það einhverstaðar á youtube held ég).
Annars er ég svo mikið á þeirri skoðun að William Shatner hefði átt að segja “outro-ið” í myndinni en ekki Leonard Nimoy fyrst að ætlunin með myndinni var að fara aftur í ræturnar, ég held að það hefði verið mjög töff.