Þú hefur greinilega ekki horft mikið á þættina ef þú heldur að þeir séu alltaf að búa til nýjar tímalínur. Ef eitthvað breytist í fortíðinni þá verða þeir að laga það skv. ,,the temporal prime directive" sem segir það sama og almenna prime directive nema á við um tímalínuna. Auðvitað eru ósamræmi í þáttunum, það gerist einfaldlega þegar þættirnir eru orðnir 726 talsins en þeir gerðu sitt besta til þess að viðhalda samræminu, það er ekki gert í þessari mynd.
Ég get ímyndað mér að þegar þeir settust niður til þess að tala um hvernig myndin ætti að vera fyrst að þeir hafi hugsað eitthvað í þessa áttina: Ok við erum að reboota þessu stöffi, gera það fresh… en við þurfum einhvern af gömlu leikurunum, leonard nimoy er tilvalinn, það elska allir spock… en ok, hvað með tímalínuna það er svo mikið sem við gætum fokkað upp… ooo jæja látum bara einhvern skúrk fara aftur í tíman og breyta tímalínunni, þá þurfum við ekkert að spá í þessu og leonard nimoy kemur svo bara einhvernveginn með honum. Svo setjum við bara nægan hasar í þetta svo fólk taki ekki eftir því.
Ég fílaði þessa mynd í botn en kommon… góð mynd, miðlungs star trek mynd. Star Trek snýst út á svo miklu meira en bara byssur, gellur og brjálæðinga. Það hefur alltaf verið stór heimsspekileg hlið bakvið star trek (Gene Roddenberry hugsjónin) sem fær okkur til þess að velta fyrir okkur siðferðilega ábyrgð venjulegra manneskja í ótrúlegum aðstæðum. Jákvæða sýnin á framtíðinni er annað, tilhugsunin að mannkynið sé sameinað í stærra og merkilegra verk, að kanna heiminn í sátt og samlindi og reyna að mynda friðsamleg bönd milli annarra heima. Ég gat ekki séð þessi skilaboð í nýju myndinni og það eru þessi skilaboð sem eru hjarta Star Trek, ekki kirk, ekki spock né önnur persóna. Það væri jafnvel hægt að ganga svo langt að segja að nýja myndin sé ekki Star Trek, bara eitthvað nýtt action/scifi með sama nafni.
Ekki misskilja mig vegna þeirra hluta sem ég segi, mér finnst þessi mynd rokka enda er ég búinn að fara 3svar á hana í bíó… ég bara bjóst við meiru frá einhverju sem ber nafnið star trek en eintómum hasar og unglingahúmor.
Ég er alveg sammála þér að það er ekki sanngjarnt að gagnrýna myndina útfrá því hvað Star Trek ætti að vera, mér bara finnst þetta aumkunarvert af skrifendunum að hafa ekki borið meiri virðingu fyrir sálinni sem Star Trek hefur hingað til borið.
Þeir eru búnir að segja það í viðtali að þeir ætli ekki að laga tímalínuna í annarri Star Trek mynd, þeir gerðu þetta til þess að þurfa ekki að binda sig við Star Trek forsöguna(eða eftirsögu eða hvað sem maður á að kalla það) og það viðurkenna þeir.
Ég hlakka ótrúlega mikið til að sjá næstu Star Trek mynd og held að hún verði betri þar sem crewið er komið saman. Ég var sáttur með alla leikarana í myndinni nema Simon Pegg, Scotty er alvarlegur maður og er ekki með fíflalæti þegar það á ekki við, ekki einu sinni í myndinni var Scotty alvarlegur á sama hátt og gamli var. Samband Spock og Kirk fannst mér mjög vel heppnað síðasta þriðjung myndarinnar og Bones var eins nálægt því að vera fullkominn og það verður. Ég hefði samt viljað sjá Bones meira.