'nuff said:

http://www.aceshowbiz.com/news/view/00019138.html

http://www.aceshowbiz.com/news/view/00019098.html

Það eru ákveðnir hlutir sem ég hugsaði þegar ég var að skoða þetta. Mér finnst vafasamt að gera lúkkið á brúnni svona ólíkt TOS og í rauninni eins og starfleet brýr hafa alltaf verið, annars vegar gæti verið að lúkkið mun breytast í miðri mynd ef maður horfir á það í samhengi við TOS pilotinn “the cage” þar sem christopher pike er kafteinninn á Enterprise-inu. Tekið er fram í cast listanum að Chris Pike verði í myndinni, líklegast er að Kirk sé að taka við af honum.

Mér finnst allir leikararnir lúkka mjög vel í þau hlutverk sem þau leika, og ég tala ekki um Uhura(hothothothot). Ég var ÓGEÐSLEGA ánægður með að sjá að þeir breyttu ekki búningunum heldur gerðu þeir þá nútímalega og trúverðugri. Búningarnir hafa staðist allar væntingar mínar.
Það er eitt sem er þó furðulegt… Kirk virðist vera í svartri skirtu á öllum myndunum. Ég ætla ekki að vera of fljótur að brjálast vegna þess að það sést á myndunum að hann sé búinn að lenda í einhverjum átökum og gæti þá vel verið að hann hafi einfaldlega farið úr gulu peysunni. Ef svo er ekki… brjálast ég.

Nero er frekar töff, lúkkar reyndar svolítið eins og einhver vondikall úr Harry Potter… einhver sammála? Ef hann er romulan eins og sögusagnir herma þá er ég ánægður að hann sé ekki með asnalegt enni eins og allir romúlar uppúr TOS voru með(þessi enni voru hreinlega bara asnaleg, og hárið líka).Í eitt skipti fyrir öll, romúlar og vúlkanar eiga að líta alveg eins út!

Ég gubbaði næstum því úr gleði þegar ég sá að loksins væru komnar einhverjar myndir til að spenna sig upp með. Mér finnst þessar myndir lofa góðu.
Svona í lokin langar mig að benda á skemmtilegar smávillur sem ég tók eftir á myndunum: Á myndinni af brúnni sjást bæði Kirk og McCoy með hárið greitt til vinstri en báðir eiga að greiða það til hægri(myndin er ekki spegluð sem sést ef maður lítur á merkið á búningnum á gellunni fyrir aftan) svo á annarri myndinni þar sem Chekov, Kirk, Scotty, McCoy, Sulu og Uhura sjást er Kirk með hárið skipt til hægri en McCoy er enþá með skipt til vinstri.

Lengi lifi Star Trek.